18.9.2007 | 23:25
Nú á ég engan Skóda Ljóta
Ónei... Skóda Ljóta var skilað í umboðið í dag. Varahlutirnir sem vantar í hann eru ekki komnir og ekki vitað hvenær þeir koma til landsins og ég get ekki beðið lengur, því ég þarf að senda bílinn okkar til Danmerkur í hádeginu á morgun. Ég sem var svo ánægð með Skódan.... NOT. Það er þokkalega engin eftirsjá hjá mér í Skóda Ljóta. Við fengum líka miklu flottari bíl í staðinn, Golf station. Reyndar var það ekki tekið út með sældinni einni saman að semja við þá Heklu menn. Það var sett tja 155.000 kr meira á Golfinn heldur en ég keypti Skóda Ljóta á, og ég auðvitað vildi bara fá jöfn skipti. Finnst ykkur ég ekki góð? Þeir Heklu menn voru samt ekki alveg sammála mér, I wonder why! En eftir þriggja tíma viðveru í Heklu í dag var loksins skrifað undir - 25.000 á milli og málið var dautt. Það liggur við að ég hefði átt að fara á launaskrá hjá þeim í dag, næstum hálfur vinnudagur... en ætli ég hafi ekki bara haft ágætt tímakaup miðað við hvað ég borgaði á milli og það sem þeir byrjuðu að bjóða mér. Ég held það bara og fer sátt frá þessum kaupum. Aldrei aftur skal ég kaupa mér Skóda.
Stóru strákarnir mínir hafa verið frekar uppteknir af því að fá að halda kveðjupartý fyrir sína nánustu vini. Litli unginn á heimilinu hefur að sjálfsögðu apað þetta upp eftir bræðrum sínum, hann skildi fá kveðjupartý líka. Hann vildi hafa sitt kveðjupartý á Mc Donalds og bjóða sínum besta vini úr leikskólanum Skúla Birni og vinkonu sinni á leikskólanum sem heitir Lena. Kveðjupartýið var í kvöld á McDonalds í Skeifunni og skemmtu þau vinirnir sér konunglega. Auk þeirra þriggja fengu systkini boðsgestanna að vera með í fjörinu.
Setti nokkrar myndir í albúm frá kvöldinu.
Ætla að fara að sofa aðeins í koddan minn og láta mig dreyma um Golf
Kolbrún out
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 9
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 313060
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gat verið verra, hún hefði getað látið sig dreyma um golf.
Ingi Geir Hreinsson, 19.9.2007 kl. 07:54
Kolla....þú ert náttúrulega bara snillingur. Ekki veit ég hvernig þú ferð að þessu en þú hlýtur að vera með gott "blikk-kerfi"
Til hamingju með Golfinn.....og vonandi dreymdi þig Hlyn í Golfinum í nótt
Sjáumst eftir tvær vikur + 1 dag!!
Berta María Hreinsdóttir, 19.9.2007 kl. 10:05
Kolla, þú ert mögnuð!! Ef ég væri sölumaður þá mundi ég bara retta þér alla lykla af bílunum og bjóða þér að velja
En innilegar hamingjuóskir með Golf-inn. Svo kemur eitt hérna: Kolla er hann handskiptur..HEHE
Guðmundur Þór Jónsson, 19.9.2007 kl. 17:23
Elsku Hlynur minn... þú veist nú alveg að þú ert ekki gleymdur í útlandinu. Mig dreymir þig á hverri nóttu:) En það eru engar nýjar fréttir.
Gummi minn... HANN ER HANDSKIPTUR, HEHE
Kolbrún Jónsdóttir, 19.9.2007 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.