16.9.2007 | 22:47
Helgin
Nú er þessi helgi að enda komin, það þýðir það að það eru einungis tvær helgar þar til ég verð farin til Danmerkur. Leiðinlegar fréttir um þessa helgi hafa litað daginn í dag. Deginum höfum við eytt með fjölskyldunni.
Í gærkvöldi hélt starfsfólkið mitt í Hólabergi kveðjupartý fyrir mig. Við byrjuðum á því að fara saman á Ruby Tuesday að borða. Ég fékk mér að sjálfsögðu BBQ svínarif, best í heimi. Síðan var haldið heim til Fríðu þar sem gleðin var fram á rauða nótt. Kvöldið var endað í miðbæ Reykjavíkur. Við fórum á tvo skemmtistaði, annarsvegar Amsterdam sem var mitt annað heimili þegar ég var ung. Ég á ekki nein nógu sterk lýsingarorð til að lýsa staðnum í dag.... mér skilst að í dag sé Amsterdam samkomustaður Fáfnismanna en þar voru örfáar hræður sem betur hefðu leigt sér hótelherbergi en að slefa upp í hvert annað á skemmtistað og þung tónlist. Celic Kross var viðkomustaður númer tvö... lítið skárri. Ég var í raun fljót að forða mér heim úr þessum miðbæjarheimi og á ekki von á því að ég heimsækji miðbæ Reykjavíkur um ókomin ár að næturlagi. Ég er orðin gömul, það staðfestist hér með formlega.
Ég hef oft rætt það hér á blogginu mínu að ég vinni með frábæru fólki. Á því var að sjálfsögðu engin undantekning í gærkvöldi. Starfsfólkið mitt færði mér að gjöf æðislega eyrnalokka og demantshálsmen úr Leonard og yndislega félagsfærnisögu um árin mín í Hólabergi. Takk kærlega fyrir mig, kæra samstarfsfólk. Þið eruð öll frábær og ég á eftir að sakna ykkar MEST.
Það var einmannalegt að skríða upp í rúm í nótt., alein í húsinu... saknaði Hlyns alveg hryllilega. Ég hef reynt að fara í gegnum þessa daga brosandi en nú finnst mér nóg komið. Við höfum verið í sitthvoru landinu núna í heilan mánuð og ég get ekki beðið eftir að fá að hitta hann. Ég hélt að það væri ekki hægt að sakna einhvers svona mikið.
En svo kom nýr dagur og ég auðvitað reyndi að vakna brosandi eins og ég hef reynt að gera síðasta mánuðinn. Ég hitti strákana mína aftur eftir hádegið og við fórum strax í bíó, ásamt Helgu systur og family. Þau komu svo hingað heim til mín og hjálpuð mér alveg fullltt í dag við pökkun. Takk kærlega fyrir hjálpina Þegar búið var að pakka þannig að svitadroparnir féllu niður á parketið hjá mér fórum við svo með alla strolluna á American Style. Í stuttu máli var sú ferð þannig... við komum þangað kl korter í sjö, fengum matinn kl átta. Fengum gjafabréf fyrir annarri American Style fyrir okkur öll í sárabætur. ÞÁ ÆTLUM VIÐ AÐ FARA KL 18:00. En maturinn klikkaði að sjálfsögðu ekki á American Style..... en litla barnið mitt fór alltof seint að sofa í kvöld fyrir vikið... en samt sem áður sæll og glaður.
Það eru fullt af nýjum myndum í albúmi
Kolbrún kveður í kvöld
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sem betur fer styttist þetta með hverjum deginum hjá ykkur. Gott að heyra að pökkunin gengur vel...frábært að fá svona mikla hjálp!
Vilborg, 16.9.2007 kl. 23:25
Sæl Kolla. Takk kærlega fyrir síðast!! Já er ekki núna 18 dagar þangað til að þú hittir Hlyn
Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 16.9.2007 kl. 23:35
Sæl Kolla.
Ég rakst á síðuna þína um daginn og hef lesið hana reglulega síðan. Mig langar bara að óska ykkur fjölskyldunni góðs gengis í danaveldinu. Vona að þið eigið eftir að njóta þess út í ystu æsar :)
Kær kveðja Elva Rut (fyrrum starfsmaður í Hólabergi 86)
Elva Rut (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 15:48
Hæ Kolla mín.
Ég hefði svoooo viljað vera í kveðjapartýinu og þakkað þannig fyrir árin í Hólbergi sem voru súper góð og þú áttir nú stærstann þátt í því. En partýið men ó men hefði ég viljað vera með ykkur ,sérstaklega hefði ég viljað lesa félagfærnisögun efast ekki um að hún hafi verið snilld.
En aníhá þá fylgist ég með blogginu þínu og hlakka til að lesa um endurfundi ykkar Hlyns
Signý (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 17:44
Já það er engin lygi að starsfólkið í Hólabergi er það besta sem fyrirfinnst, ég sakna þeirra þvílíkt
Ég get ekki beðið eftir að lesa félagsfærnisöguna frá þeim, (en hvað kemur til að þú ert farin að skrifa færni en ekki hæfni, varstu að halda í "mína" hefð eftir að ég fór?
)
Hlakka þvílíkt til að fá þig til mín....held að Hlynur þoli ekki mikið meira af kellingarslúðrinu
Knús til þín og strákanna.... og starfsfólksins í Hólabergi
Haltu áfram að virkja fólkið í kringum þig í að pakka....það munar um hvern kassa!
Berta María Hreinsdóttir, 17.9.2007 kl. 18:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.