11.9.2007 | 18:44
11. september
Ég man eins og gerst hefði í gær hvar ég var stödd þegar ég frétti af spreningunum þann 11. september 2001. Ég hafði nýlega hafið störf hjá SSR (Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík) og búin að vinna þar í um hálfan mánuð. Ég var stödd á fundi með öllum þroskaþjálfunum sem störfuðu hjá SSR og það var Björn Sigurbjörnsson fyrrverandi framkvæmdastjóri SSR sem sagði okkur frá þessu.
Þann 11. september 2007 er staðan þannig að ég vinn ennþá hjá SSR en eftir rúmlega hálfan mánuð læt ég af störfum hjá stofnuninni (allavega í bili).
Árin sem ég hef átt hjá SSR hafa verið yndisleg. Ég vinn á yndislegum vinnustað, með frábæru fólki sem ég á eftir að sakna alveg gríðarlega. Ég á dýrmæta reynslu í fararteskinu eftir þessi ár mín hjá SSR, þau hafa verið sérstaklega lærdómsrík og góð fyrir mig sem þroskaþjálfa. Ég vil meira að segja ganga svo langt að SSR sé sá allra besti vinnustaður sem ég hef unnið hjá. I will be back....
Eitt af því sem ég hef fengið tækifæri til að upplifa í starfi hjá SSR er "lífsspeki fisksins". Það er lífsspeki sem á uppruna sinn til Seattle en það voru fisksalar þar sem fyrst kynntu þessa lífsspeki. Lífsspekin byggist á fjórum þáttum;
1. Veldu þér viðhorf
2. Gerðu öðrum daginn eftirminnilegan
3. Vertu til staðar
4. Leiktu þér.
Er þetta ekki frábært? Ég hef lesið mér mikið til um lífsspeki fisksins síðan ég fékk fyrst kynningu á henni. Ég held að sumir í vinnunni setji samasem merki á milli mín og fiska, hehe.... enda er ég auðvitað líka í stjörnumerki fisks. Í síðustu viku var góð kona sem ég þekki ágætlega sem færði mér gjöf sem hún hafði keypt á ferðalagi erlendis... nefnilega regnhlíf með fulllllt af fiskum.
Ég læt fylgja með súkkulaðiköku fisk sem ég bakaði fyrir SSR:)
Ef einhverjum langar að ná sér í meiri upplýsingar um lífsspeki fisksins er gott að kíkja á heimasíðuna www.vtlausn.is
En nóg í kvöld, ég ætlaði nú bara að blogga aðeins um 11. september en missi mig svo í lífsspeki fisksins:) Í kvöld ætla ég að fá góðar vinkonur í heimsókn.... njótið kvöldins
Kolbrún out
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 313075
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
er ekki súkkulaðikaka í kvöld
Rebbý, 11.9.2007 kl. 18:59
Allir ættu að lesa um Fiskinn og tileinka sér hann........þá væri heimurinn svo miklu betri
Berta María Hreinsdóttir, 11.9.2007 kl. 19:01
Hæ hæ, já ég man sko þokkalega líka hvar ég var staddur á þessum degi fyrir 6 árum. Var nákvæmlega á rauðu ljósi að reyna að hringja til U.S.A. því systir mín og mágur bjuggu þar en mágur minn vinnur hjá Pentagon
Og já gott fólk tek sko undir með henni Kollu minni að þið ættuð að lesa þessa bók!! Kolla eins gott að þú munir sakna mín
MUNDU MIG ÉG MAN ÞIG
Guðmundur Þór Jónsson (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 22:29
Sammála þér með SSR Kolla mín, þetta er mjög góður vinnustaður og engum líkum í rauninni. Fiskurinn er náttúrulega eitthvað sem maður mun halda á lofti að eilífu held ég bara því þarna er búið að setja í búning algjör gullkorn sem allir þyrftu að tileinka sér. Já 11. september maður man hann eins og hann hafi gerst í gær, þá var ég einmitt lika að vinna hjá SSR og var að fara á vakt um kvöldið.
Kristbjörg Þórisdóttir, 12.9.2007 kl. 13:08
Ég var í Vesturberginu að keyra heim úr þroskaþjálfaskólanum með vinkonu minni þegar við heyrðum þetta í útvarpinu. Við brunuðum beint heim til hennar og kveiktum á sjónvarpinu og sáum þá hina flugvélina. Jeminn hvað ég fékk í magann.....ég var SVO viss um að nú væri 3ja heimstyrjöldin byrjuð. Þessu gleymi ég aldrei
Berta María Hreinsdóttir, 12.9.2007 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.