Þetta smart var kannski ekkert svona smart

Við Hlynur höfum notað svokallaðan SMART síma til að geta talast við í síma á hverjum degi, stundum tvisvar á dag.  Það er fyrirtækið HIVE sem er með þessa síma og í stuttu máli sagt virkar hann þannig að allir smart símar hringja frítt í hvern annan og úr smart síma hringir maður frítt í alla heimasíma.  Allavega... þessi tækni er eitthvað að stríða okkur þessa dagana.  Stundum gengur allt eins og smurt og við getum talað saman án vandamála.  En svo koma dagar eins og í dag sem ekkert heyrist í helv... smartsímanum.  Hrikalega get ég verið pirruð þegar tæknin er að stríða manni svona.  Við reynum bara aftur á morgun HLynur minn:)

Að öðru...

Þetta er greinilega ekki minn dagur.  Ég varð óstjórnlega pirruð þegar ég sótti skóda ljóta í viðgerð í dag.  Hann er búin að vera í viðgerð í rúma viku núna og ég er búin að vera á lánsbíl.  Þegar við keyptum skóda ljóta var það alltaf umsamið að bíllinn færi inn á verkstæði til þeirra og það var ýmislegt sem þurfti að laga í honum, skipta um tímareim, laga öryggisbeltin og svo átti að djúphreinsa öll sætin líka. 

Þetta byrjaði í morgun þegar sölumaðurinn hjá Heklu hringdi í mig og sagði að bíllin væri tilbúin en svo sagði hann þetta blessaða EN.... já en það þarf að skipta um mælaborð í bílnum og mælaborðið er ekki til á landinu og er í pöntun, kemur eftir viku eða tvær.  Sölumaðurinn sagði að ég gæti náð í bílinn í dag og kæmi svo bara aftur með hann þegar mælaborðið kemur.  Ok Ok... ég fór svo í dag og náði í bílinn.  Það fyrsta sem ég rakst á þegar ég opnaði bílinn.... grútskítugur, ekkert búið að þrýfa hann.   Ég spennti Emil í beltið sitt.... beltið jafn bilað og áður en hann fór á verkstæðið.  Þá var mér allri lokið og fór inn og bisti mig laglega við aumingja sölumanninn, sem á auðvitað ekki neina sök á þessu.  Hann fór beint í símann og skammaði þriðja aðila, mér leið eiginlega soldið ílla að hlusta á skammirnar í honum og hefði ekki viljað vera bílaþvottamaðurinn í dag. 

Við keyrum af stað á skítugum bílnum með loforð í vasanum að bíllinn verði þvegin þegar mælaborðið kemur til landsins.   Þá fatta ég að það vantar líka varadekkin sem áttu að vera komin í skottið á bílnum.  Ég þurfti því að hringja aftur upp í Heklu til að græja það að dekkinn myndu líka verða sett í skottið þegar blessaða mælaborðið kemur til landsins. 

Þannig að í raun er ég enn á jafnskítugum bíl, ennþá soldið biluðum bíl og með engin dekk. 

3245406

 

Kolbrún out


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ elsku Kolla mín. Það er svona að fá sér SKÓDA en að halda sig við Toyotu Ég sé þig alveg fyrir mér að bista þig við sölumanninn í Heklu og ég VONA að það springi EKKI hjá þér Smart sími hvað??? Skilja þeir ekki að þið þurfið að tala við hvort annað...ég bara spyr sig. Mundi hringja í Hive á morgun og bista mig meira...bara svona víst að þú er byrjuð á því Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 20:31

2 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Arrrggg...þokkalega pirrandi En ég er viss um að Skódinn verður orðinn fínn áður en hann fer í gáminn, og svo ekki spurning að hann verður aðalkagginn í Horsens....enda kannski ekki mikið um fagra bíla hér, múhahaha

Ég vil samt ekki dissa Skódann....ég ólst við upp við Skóda sem þurfti að trekkja í gang á morgnana og ekki laust við að maður roðnaði ef hann drap á sér á skólalóðinni En hann var samt með gormasæti aftur í sem var gaman að hossast í

Varðandi SMARTsímann.....bara bögg og leiðindi.....en það sem er verra er að helv...netið virkar bara eftir dúk og disk og þá yfirleitt mjög illa. Í gær gat ég t.d. nánast ekkert farið á netið

Berta María Hreinsdóttir, 11.9.2007 kl. 08:50

3 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Hæ hó!

vona minn smart sími virki. Hann kom núna á föstudaginn en ég er enn ekki komin með net heima...

Hlakka til matarboðsins.

Kristbjörg Þórisdóttir, 11.9.2007 kl. 17:04

4 Smámynd: Rebbý

það er svona að eiga viðskipti við Heklu - borgar sig aldrei, sorglegt að segja
ég er aldeilis búin að eiga nokkra bíla frá þeim og þó ég get hugsað mér að eiga bíl frá þeim þá legg ég ekki í það í bráð.
en ... hresstu þig við vinkona áður en við kíkjum í kvöld

Rebbý, 11.9.2007 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband