Gubbupestin komin á heimilið

Já, ég vaknaði við vondan draum í morgun fyrir klukkan sjö.  Emil kom hlaupandi inn í rúm til mín og ældi allt út... og hélt svo áfram að æla alla leið inn á klósett.  Ohhh og að þrífa ælu er það versta sem ég veit í heiminum.  Þannig að við gætum átt von á því að gubbupestin myndi taka sér bólfestu hér á heimilinu næstu daga... vona samt ekki.

Við áttum skemmtilegt kvöld í gær hjá tengdaforeldrum mínum.  Þau buðu okkur í sænska réttinn og OMG hvað það er góður matur.  Það er eiginlega í algeru uppáhaldi hjá mér.  Verst er að innihaldið í réttinn fæst ekki allt á Íslandinu góða en þar sem tengdaforeldrar mínir fara reglulega til Svíþjóðar þá ná þau að kaupa það sem þarf og við hin njótum góðs af.  Ég vona að innihaldsefnin fáist í Danmörku, þá gæti ég eldað hann þar:)   Kærar þakkir fyrir okkur Hreinn og Veiga Wink

Ég held að þessi mynd hafi átt aðeins að gefa pabbanum á heimilinu í skyn af hverju hann væri að missa

Ingi Geir sagði mér frekar fyndin brandara í gær, best að deila honum með ykkur:)  Vitið þið hvað bæjarstjórinn í Hafnarfirði er kallaður?   LORD OF THE RINGS.  hehe  (hringtorgin sko, þeim hefur fjölgað soldið mikið í Hafnarfirðinum).

En nú er fjórða vikan byrjuð hjá mér sem sjálfstæðri móður.  Ohhh hvað ég vildi að tíminn myndi líða aðeins hraðar.  Ég hlakka svo til að hitta Hlyn.  Yngsti sonur er svo hændur að mér núna þessa dagana að ég get ekki farið á klósett án þess að taka hann með mér.  Ég held að hann sé hræddur um að ég fari líka frá honum eins og pabbi.... hann passar upp á mig alveg 100 prósent.  Enda kannski ekki von að hann skilji aðstæður núna. 

Ég er búin að tala við Samskip og gámurinn okkar fer út þann 26. september.  Þannig að sem betur fer fara nú hlutirnir að styttast í annan endan.  Ég ætla að nota daginn í dag til að koma einhverju í kassa, enda ekki mikið annað að gera þegar gubbupestin tók sér bólfestu.  Ég sem ætlaði að fara á ljósmyndasýninguna Undrabörn í Þjóðminjasafninu í dag... sem betur fer verður hún þó opin eitthvað lengur, jafnvel þótt það hefði verið gaman vað vera viðstödd opnunina.

En það eru myndir í albúmi

Góða helgi

Kolbrún


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Kolla. ÆÆÆ, ekki gott að ælupestin er komin en sem betur fer stendur hún ekki lengi. Fyndin brandari með Lúðvík (Bæjarstjóra í Hafnarfirði). Pant fá sænska réttinn þegar ég kem til Horsens!!! Þú veist af mér ef þig vantar hjálp Hafið það gott og góðan bata.

Guðmundur Þór Jónsson (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 09:34

2 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Ert þú virkilega að birta myndir af mér á blogginu þínu? Og tala um semípólítíska brandara sem ég segi þér í trúnaði??? Veistu ekki hvar ég vinn??????? Jæja, þegar ég verð rekinn kem ég til Dammurrrrkkur og leggst upp á ykkur.

Ingi Geir Hreinsson, 8.9.2007 kl. 09:36

3 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Viltu að ég taki þetta út?

Kolbrún Jónsdóttir, 8.9.2007 kl. 09:40

4 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Grííííín!

Ingi Geir Hreinsson, 8.9.2007 kl. 09:53

5 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Nema kannski myndina? Þú veist að börn gætu rekist á þetta???

Ingi Geir Hreinsson, 8.9.2007 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 312525

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband