6.9.2007 | 18:42
Fyrir 15 árum síðan
Fyrir 15 árum síðan settist ég á skólabekk í Þroskaþjálfaskóla Íslands. Ég ætlaði mér aldrei að verða þroskaþjálfi þegar ég var lítil, vissi varla hvað fatlað fólk var. Ég ætlaði mér alltaf að verða viðskiptafræðingur. Ég byrjaði að stefna að því strax eftir grunnskólann og útskrifaðist af viðskiptabraut um menntaskóla með verslunarpróf líka upp á arminn. Og að sjálfsögðu lá svo leiðin beint upp í Háskóla Íslands þar sem ég skráði mig í viðskiptafræði.
En svo kom örlagadagurinn minn....
Háskólinn byrjaði ekki fyrr en í lok september. Mér var boðið afleysingarstarf í Digranesskóla í Kópavogi í 3 vikur á sérdeild fyrir einhverf börn. Ég tók starfinu, hugsandi að það væri gott að vinna sér inn nokkrar krónur fyrir komandi viðskiptaskólagöngu, jafnvel þótt ég vissi ekki hvað einhverfa var, hafði aldrei heyrt talað um hana einu sinni.
Til að gera langa sögu stutta, þá heillaðist ég af starfinu í Digranesskóla og að þremur vikum loknum skráði ég mig úr Háskóla Íslands og tók mér frí frá námi. Það var á þeim tímapunkti sem ég held að foreldrar mínir hafi haldið að það yrði ekkert úr mér, hehe. Að frumburðurinn skyldi hætta við að fara í Háskóla, OMG. Eftir að ég hafði farið á skrifstofu HÍ og afskráð mig úr námi fór ég heim og las atvinnuauglýsingar Moggans. Þar rakst ég strax á auglýsingu frá meðferðarheimili fyrir einhverfa unglinga á Seltjarnarnesinu....ég hringdi þangað, fékk að koma í viðtal og vann svo á þessu ágæta stað í 4 ár. Eftir fyrsta árið mitt í starfi á meðferðaheimilinu hóf ég nám við Þroskaþjálfaskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 1994.
Skólinn minn var æðislegur. Hann var upp í Brautarholti í sama húsi og skjár einn er í dag. Skólinn var mjög heimilislegur og í þessu framhaldsnámi mínu mátti ég syngja, fara í leiki, læra leikræna tjáningu og skapandi starf. Mér varð reyndar um og ó þegar ég mætti minn fyrsta skóladag, þekkti engan í bekknum en kannaðist við eina stelpu sem hafði unnið með einhverfum. Við tókum tal saman og urðum óaðskiljanlegar fyrsta veturinn minn í skólanum. Þá ákvað hún að fjölga mannkyninu og hætti í skólanum. Það var þá sem ég kynntist fleiri stelpum í skólanum og einmitt í kvöld er ég að fara að hitta fjórar bekkjarsystur mínar sem ég eyddi miklum tíma, eiginlega öllum mínum tíma með seinni tvö árin í skólanum. Og það eru ófáar stundirnar sem við höfum eytt saman eftir að við höfum útskrifast...
Í dag talaði ég lengi við Hlyn. Hann er nú búin að vera tæpa viku í sínum þroskaþjálfaskóla í Danmörku. Hann er búin að fá að syngja og fara í leiki. Hann er í raun að upplifa í dag það sem ég fékk að upplifa fyrir 15 árum síðan. Eini munurinn er að hann fær að upplifa þetta allt saman á dönsku:)
Out
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Kolla. Mikið er ég feginn að þú fórst í Þroskaþjálfaskólann, því ef ekki þá hefði ég ÖRUGGLEGA aldrei byrjað í Hólabergi og þú kynnst mér..hehe
Hafðu það gott í kvöld og það er aldrei leiðinlegt að rifja upp gamla tíma sko....tala nú ekki um ef þið eruð fjórar þá talið þið eflaust til 1 í nótt..múhahahha
Guðmundur Þór Jónsson (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 19:27
Ég efast ekkert um að þú hefðir örugglega brillerað í viðskiptafræðinni en einhvern veginn sé ég þig ekki fyrir mér sitjandi á rassinum allan daginn við útreikninga....þú sem ert alltaf á fullu og þarft alltaf að hafa AKTION í kringum þig, hehe
Gvendólína hvað ég er fegin að þú fórst í þroskaþjálfann frekar, því annars hefðum við aldrei hist!! 
Það skal samt tekið fram (svona fyrir þá sem ekki þekkja til) að skólinn gengur ekki bara út á leiki, söng og glens.....múhahaha
Sjáumst eftir 27 daga
Berta María (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 06:08
Takk Kolla fyrir þessa færslu. Endurspeglar nákvæmlega það sem ég tala svo oft um; þið sem vinnið þessi störf gerið það af hugsjón. Svo geta því miður ekki allir lifað á hugsjóninni einni saman. Ég vildi að Reykjavíkurborg gæti skilið það.
Jóna Á. Gísladóttir, 7.9.2007 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.