Það er gott að eiga góða vini

friendsforever

Ég á alveg ótrúlega marga kunningja.... en ég er ekki eins viss um að ég eigi marga vini.  Auðvitað á ég vini en ég get þó á engan hátt kallað alla þá sem eru í mínu lífi vini, margir eru kunningjar mínir.  Vinahópurinn minn kemur úr öllum áttum og í raun tilheyri ég nokkrum vinahópum sem ekki tengjast innbyrgðis.  Auðvitað er Hlynur minn besti vinur minn, ég sakna þess að hafa hann ekki hjá mér.  Svo eru það stelpurnar úr þroskaþjálfaskólanum, þær eru yndislegar.  Við vorum alltaf fimm saman á aftasta bekk í skólanum (ég var samt ekki tossi sko) og við höldum alveg ótrúlega miklu sambandi í dag.  Svo eru það saumaklúbbsvinkonurnar mínar.  Svo eru það vinkonur mínar úr menntaskóla, já ég á enn tvær góðar þaðan.  Svo eru það æskuvinkonurnar, þær eru ekki margar eftir.  Og svo eru það allir hinir sem maður hefur kynnst á lífsleiðinni og myndað vinskap við.  Einni góðri vinkonu minni kynntist ég þegar ég var að vinna á Skálatúni árið 1995 og ég er alveg ómöguleg ef ég hef ekki heyrt í henni í nokkra daga. 

Það er gott að eiga góða vini.  Góðir vinir eru ekki eitthvað sem maður á að taka sem sjálfsagðan hlut, maður verður að rækta sambandið við þá. 

Ég fór að spá í þetta í dag.  Foreldrar mínir komu til mín og eitthvað finnst mömmu minni pökkunarmálin á heimilinu ganga hægt.  Ég sagði við hana að ég hefði eiginlega svo lítin tíma í þetta pakkastand, því ég væri alltaf svo upptekin á kvöldin.  Fjögur kvöld í þessari viku er ég að nota til að hitta fólk, hitta vini og kunningja og auðvitað ættingja. 

Ég er mikil félagsvera og líður vel innan um fólk. 

Nú ætla ég að fara að hita kaffi handa Dofra vini mínum sem er á leiðinni til mín:)

KOlbrún out


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Jónsdóttir

Þá er bara að senda hóp sms á alla vinina og virkja þá í pökkunarmálin hjá þér .  Einn kassi á hvern vin, ætli það dugi ekki til að klára pökkunina bara ???

Helga Jónsdóttir, 4.9.2007 kl. 00:01

2 identicon

Hlakka til að hitta þig á fimmtudagskvöldið:)

Dóra Heiða Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 16:46

3 identicon

Það eru forréttindi að eiga þig sem vinkonu og því ekki skrýtið að það séu svona margir sem sækja í þinn félagsskap

Get ekki beðið eftir að fá þig út í byrjun okt!!!

Berta María (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 17:48

4 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Takk elsku Berta mín,

Ég get ekki beðið heldur.... EFTIR NÁKVÆMLEGA MÁNUÐ

Kolbrún Jónsdóttir, 4.9.2007 kl. 19:31

5 Smámynd: Rebbý

haha  mæli með þessari hugmynd hjá litlu sys   gengur örugglega vel að pakka þá    bjóddu okkur Dóru yfir og ég skal setja niður í einn eða tvo

Rebbý, 4.9.2007 kl. 20:14

6 identicon

Veistu að það er hægt að ráða fólk í pökkun.

Það er ekki hægt að ráða fólk til að sinna vinum.

kv

Þóroddur (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband