31.8.2007 | 23:59
Star Wars
Ég á bara stráka. Maðurinn minn var forfallinn Starwars aðdáandi þegar hann var yngri og hefur nú komið þeim áhuga yfir á strákana sína. Sá elsti hefur nú aðeins misst áhugan á þessu en miðsonur er mikill Starwars kall. Sjálf finnst mér Starwars vera strákadót og hef því ekki mikinn áhuga... hef farið á eina Starwars mynd í bíó með manninum mínum og SOFNAÐI. Ég þekki nú samt flest nöfnin á þessum ofurköllum, enda kemst maður kannski ekki upp með annað þegar maður lifir í Starwars veröld á heimilinu.
Hafsteinn minn er að safna Monopoly spilum... reyndar er hann lika að safna spilastokkum. Hann pantaði með aðstoð mömmu sinnar Starwars monopoly á ebay fyrir nokkrum vikum og barst það í pósti í vikunni. Þvílík hamingja. Þegar hann sá tilkynninguna um sendinguna fór hann upp í rúm strax eftir kvöldmatinn til að tíminn sem hann þyrfti að bíða eftir spilinu myndi verða styttri. Hann fékk semsagt spilið ekki í hendurnar fyrr en eftir skóla daginn eftir þar sem það átti eftir að tollafgreiða það. Daginn eftir var svo mættur hálfur bekkurinn til að fá að sjá þetta forláta spil og vakti það mikla kátínu hjá þeim félögunum.
Nú er þriðja vikan mín byrjuð sem SJÁLFSTÆÐ MÓÐIR. Þó svo að tíminn líði hægt, þá sem betur fer þokast hann áfram. Ég valdi mér það viðhorf að láta mig bara hafa nóg að gera, þá myndi tíminn líða hraðar. Og ég hef svo sannarlega haft nóg fyrir stafni.
Í kvöld eyddum við tímanum með Fríðu, Steinari og Andra. Við fórum saman á Taco Bell... uppáhaldið mitt og elsta sonar og sem betur fer Fríðu líka, heh. Þvílík stappa af fólki á Taco Bell, það þyrfti deffenatly að opna annan slíkan stað á Íslandi. Emil litli var svo lítill í allri mannþvögunni að þegar hann var að reyna að riðja leiðina til að komast niður í sætið sitt, kallaði hann bara hástöfum BÍB BÍB og vakti það mikla kátínu þeirra viðskiptavina sem enn biðu í röð eftir afgreiðslu. Þegar við vorum búin að snæða uppáhalds matinn okkar fórum við svo heim og slúðruðum fram eftir kvöldi. Emil tók algeru ástfóstri við Andra, hann mátti meira að segja prófa brunabílinn hans og það eru sko ekki allir sem komast í þá guðatölu.
Núna fyrst er ég að setjast niður í dag, nýbúin að svæfa litla soninn (ekkert uppeldi á þessum börnum, fá að vaka næstum fram að miðnætti) og á eftir að taka bloggrúnt dagsins.
Góða helgi
Það eru nýjar myndir í albúmi
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hafði ekki hugmynd um að búið væri að opna Taco Bell. Vissi samt að það stæði til. Sumu næ ég alveg sko.´
Gaman að heyra hvað guttinn var spenntur yfir spilinu
Jóna Á. Gísladóttir, 1.9.2007 kl. 17:50
Segi eins og Elísabet, þú stendur þig aldeilis vel í þessu öllu, kæra kona!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2.9.2007 kl. 00:47
Sæl Kolla. Já Taco Bell...er það snilld?? Hef ALDREI prófað þennan stað sko. Kolla, láttu hendur standa fram úr ermum og vertu með strákunum í Star Wars...get sko alveg séð þig fyrir mér með sverð og hoppa milli húsgagna sko
Og þú átt HRÓS skilið að vera ein með þá alla!! Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 00:55
Já, hehe...ég er sko ekki alveg búinn hérna! Ég var að klára að lesa allt bloggið sko...og var að taka eftir því að þetta er Star Wars monopoly!!
Lúðinn ég sko!!
SO SORRY...ég skal sjá um að þvo munninn minn upp með sápu. Love ya.
Guðmundur Þór Jónsson (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 00:58
Flott hjá þér Kolla að kunna að nýta tímann. Maður Á að sofa á bíó sem er leiðinlegt. Það heitir að kunna að forgangsraða rétt.
Þóroddur (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 12:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.