29.8.2007 | 21:58
Ljóta húsflugan
Síðan ég kom heim frá Danmörku hef ég ekki opnað einn einasta glugga heima hjá mér. Ástæðan: GEITUNGAR. Ég er svo hrædd við þessi kvikindi á þessum árstíma að það er næstum sjúklegt...kannski ekki einu sinni næstum, þá myndi ég kannski opna gluggana í rigningu eða hvað? Þegar það hafa komið geitungar inn til mín hef ég flúið út, hringt í húsbóndann og beðið hann um að koma heim úr vinnu til að drepa kvikindið, hringt í nágranna og beðið um aðstoð og fleira. Nú hef ég engan húsbónda og þekki enga nágranna, þannig að ég sé ekki neitt í stöðunni annað en að hafa alla glugga lokaða.
En á meðan allir gluggar eru lokaðir komast blessaðar húsflugurnar ekki út í ferska loftið úti og hafa því tekið sér bólfestu á heimilinu mínu. Ég myndi giska að það væru þrjár húsflugur í hverju einasta herbergi í húsinu mínu. Ég læt þær ekki pirra mig neitt á daginn, mér er alveg sama þótt þær séu hérna. Á nóttuni eru þessir nýju sambýlingar mínir ljótu húsflugurnar. Þær hafa haldið fyrir mér vöku, þær hafa vakið mitt og þær hafa eyðilagt snúsið á morgnana fyrir mér. Þótt þær hafi heilt herbergi til að fljúga um í, þá sækjast þær bara í eyrun á mér og suðið í þeim er að gera mig crazy.
En það er víst ekki bæði sleppt og haldið.... af tvennu íllu vel ég ljótu húsflugurnar framyfir ljótu geitungana.
Það er eins gott að ljótu húsflugurnar hafi sig hægar í nótt... ég er búin að ná mér í einhverja leiðindar pest, kvef, hausverkur og stuttur þráður í minni núna. Ég þarf að sofa þetta úr mér... Vill einhver ættleiða ljótu húsflugurnar mínar?
Kolbrún out
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ Kolbrún hvernig ætlarðu að búa Danaveldi þar er sko allt fullt af geitungum. Húsflugurnar sækja í ljós prufaðu að hafa kveikt á lampa annar staðar í húsinu á nóttinni. KV Erla
Erla (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 16:56
Ég var að enda við að berjast við eitt svona kvikindi sem elti mig inn í útigeymsluna og svo þaðan inn í hús. Hata þessi kvikindi og fór beint og keypti mér flugnabana og hún hörfaði út undan spreygleðinni minni
. Má ég þá frekar biðja um hundrað húsflugur heldur enn einn geitung. Ég skal ættleiða þínar, ekkert mál
. Magnúsi fannst reyndar rosalega spennandi að reyna að slátra geitungnum og bíður örugglega spenntur eftir að fleiri láti sjá sig svo hægt verði að nota spreyið aftur.
Helga Jónsdóttir, 30.8.2007 kl. 17:06
Sæl Kolla. Ég get alveg verið húsbóndinn á þínu heimili sko...hehe:) en ætli þú sért ekki meiri húsbóndi en ég..múhaha:P
Guðmundur Þór Jónsson (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 21:50
hmmm ertu að gefa það í skyn að ég sé með skítug eyru?
Kolbrún Jónsdóttir, 31.8.2007 kl. 15:22
OMG. sjúklega hrædd við geitunga og ert að flytja til DK. Hættu við þetta strax kona. Kæmi sér líka afar vel fyrir mig og Ian
Jóna Á. Gísladóttir, 1.9.2007 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.