27.8.2007 | 22:11
4. október er dagurinn
4. október er dagurinn sem við bíðum eftir í ofvæni:) Ég loksins pantaði far fyrir okkur aðra leiðina út til Danmerkur í dag og varð 4. október fyrir valinu. Ji hvað við hlökkum til að hitta pabbann á heimilinu aftur. Auðvitað eru smá hnökrar sem við eigum eftir að græja hérna heima... við eigum í raun hvergi heima síðustu vikuna okkar á Íslandi og verðum að fá að liggja inni á einhverjum... bíður einhver sig fram??? Við lofum að vera voða skemmtileg og góð í umgengni, hehe.
Við áttum skemmtilegan dag í dag. Þegar Emil var rétt tveggja mánaða byrjaði ég í mömmuklúbb með nokkrum mömmum sem allar eiga börn fædd í janúar 2004. Ég veit reyndar ekki alveg hvernig mér datt í hug að fara í þennan klúbb, það er ekki líkt mér að hitta fólk sem ég veit engin deili á og kynntist á netinu. Kannski að örlögin hafi hagað þessu svona og ég græddi það á því að kynnast frábærum stelpum og Emil kynntist frábærum krökkum. Við höfum verið í sambandi alveg síðan og höfum hist af og til. Í dag bauð ég Kristjönu og Öddu til mín með krakkana í pylsupartý og var alveg ferlega gaman að hitta þær. Svo er svo gaman að sjá krakkana leika sér saman í dag, þau tala saman og leika saman. Krakkar sem héldu varla haus þegar þau hittust fyrst. Ég sannarlega vona að við eigum eftir að hittast áfram í framtíðinni með krakkana, eða líka kannski án þeirra, hehe... það er nefnilega þokkalega gaman að djamma með þessum stelpum.
Kristjana bauð okkur að koma á ljósanótt í Keflavík um næstu helgi... þarf aðeins að sofa á því... það er ekki eins og ég þekki einhverja í Keflavík. En let me think about it:)
Kolbrún out.. farin að horfa á CSI
ps nýjar myndir í albúmi
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ekki málið elsku vinkona ... stóra íbúðin mín gæti alveg hýst ykkur í eina viku, veit samt ekki hvort strákarnir verða heilir á geði eftir þrengslin
Rebbý, 27.8.2007 kl. 23:00
Ykkur er velkomið að gista hér hjá okkur. Magnús getur verið inni hjá okkur og þið fengið hans herbergi og svo er náttúrulega stofan laus líka. Bara nefna það og því verður reddað.
Helga Jónsdóttir, 27.8.2007 kl. 23:40
Sælar, loksins er ég að commenta:) Komið bara og gistið hjá mér...ég get verið í geymslunni og þið með íbúðina...no prob.
Guðmundur Þór Jónsson (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.