26.8.2007 | 20:27
Helgin á enda
Jæja, þá er helgin á enda.... Því miður náðu tveir yngri drengirnir mínir sér í pest um helgina og því hefur verið mikið um inniveru á heimilinu, sérstaklega í dag. Sá yngri náði sér í eyrnabólgu, læknirinn í dag sagði mér að hann yrði að fá rör aftur áður en við flytjum út... sá í miðið náði sér í magapest. Vonandi er þetta nú allt á batavegi, það er nefinilega spennandi plan í gangi á morgun:)
Hafsteinn fór í afmæli til bekkjarbróður síns í gær. Þar sem við vorum öll að fara í matarboð í gærkvöldi hvarlaði það að mér í eina mínútu að senda hann ekkert í afmælið en ákvað á síðustu stundu að hann færi í afmælið og ég myndi bara ná í hann aðeins fyrr til að við kæmumst til Gunnu, Óskars og Erlu. Mikið vorkenndi ég afmælisbarni dagsins í gær, það voru bara fjórir bekkjarfélagar sem mættu í afmælið, þvílík vonbrigði og höfnun fyrir aumingja litla hjartað. Ég var ekki lítið fegin að hafa sent Hafstein í afmælið. Ég veit það sjálf að það er mikill undirbúningur sem fylgir svona afmæli, pizzur, kaka, nammi, leikir og fleira.... og svo mætir engin. Er þetta ekki eitt form af einelti??
Við áttum góða stund með Gunnu, Óskari og Erlu Björg í gærkvöld... fengum frábæran kjúkling í matinn og spjall fram á kvöld. Svo var næstum ákveðið að þau myndu vera hjá okkur í Danmörku í kringum næstu verslunarmannahelgi... er það ekki?? Við vorum svo leyst út með fullt af kössum þannig að ég hef enga afsökun fyrir því að pakka ekki niður..... Takk fyrir okkur kæru vinir:)
En læt þetta duga í kvöld... nokkrar nýjar myndir í albúmi.
Out
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hef lent í þessu með eldri peyjann....það mættu 3 af 11. Ég lít ekki á þetta öðruvísi en einelti.
Af þessum 8 sem mættu ekki lét einungis 1 vita að hann kæmist ekki.
Kær kveðja frá okkur öllum
Vilborg, 26.8.2007 kl. 21:25
þetta er ekkert annað en dónaskapur ef ekki er látið vita að afmælisgestirnir koma ekki
en vertu nú dugleg að pakka
Rebbý, 27.8.2007 kl. 17:46
Sæl Kolla mín, láttu mig bara vita ef ég get hjálpað þér að pakka, ég er MJÖG handlaginn sko:P
Guðmundur Þór Jónsson (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.