23.8.2007 | 22:34
Leigjendurnir í næsta húsi
Ég á mjög góða granna....nágranna. Þeir eru nokkurn vegin eins og ég vil hafa þá, þeir skipta sér ekki af okkur og við ekki af þeim. Það er þó einn maður sem á húsið við hliðina á okkur sem ég spjalla stundum við en hann er í því hlutverki að þekkja alla og vita allt um alla. Það eru örugglega svona kallar allsstaðar. Þessi maður leigir neðstu hæðina í húsinu sínu... það hefur verið þar ungt par í nokkur ár og höfum við þurft að búa við það að hækka vel í sjónvarpinu á síðkvöldum... það er þokkalega hljóðbært hérna. Sumt vill maður bara ekki heyra og því hefur verið gripið til fjarstýringarinnar. Þetta unga ÁSTFANGNA par flutti fyrir stuttu síðan út. Nýtt ungt par flutti inn. Ég veit ekki hvort þau séu eitthvað minna ástfangin eða hvað, en það eina sem ég heyri frá þeim öll kvöld er rólegt gítarspil og ljúfur söngur. Mér finnst það bara kósý:) Ég held að gítarspilið frá þeim í kvöld hafi svæft yngsta soninn á heimiliu, þetta er svo róandi að hlusta á.
Ég ætla að fara að koma mér í háttinn og vona að ljúft gítarspil muni fylgja mér inn í draumaheiminn.
Kolbrún out
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.8.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 313099
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er greinilega meira rómó hjá nýja parinu en því fyrra
Jóna Á. Gísladóttir, 23.8.2007 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.