Hvernig fara einstæðar mæður að þessu

Mikið svakalega fann ég fyrir því í dag að vera ein.  Þetta er hreinlega búin að vera crazy dagur.  Ég var í vinnunni frá 8-16, það var mikið að gera í dag í vinnu svo ég komst ekki með strákunum mínum í skólasetninguna, smá sektarkennd yfir því.  Þeir voru svo auðvitað einir heima í allan dag, smá sektarkennd yfir því líka... en tæknin bjargaði málunum og ég var eins og ritari í stórfyrirtæki að taka við fyrirspurnum frá ungunum mínum á meðan ég var í vinnunni í dag, símtölin svo mörg að ég hætti að telja.

Þegar ég kom heim kl 16 tók við vinnudagur númer tvö.  Það þurfti að fara í bókabúð og versla fyrir skólann... auðvitað margt um manninn í bókabúðum landsins á þessum árstíma, tók tímana tvo.  Á meðan ég stóð í röð hljóp yngsti unginn um alla búðina í leit að einhverju sem hann þurfti nauðsynlega á að halda í sitt líf.  Þegar þessarri örtröð lauk hófst leit að skóm fyrir elsta soninn... það var brunað í þrjár íþróttabúðir til að leita að réttu skónum, hverjir réttu skórnir fyrir unglinginn á heimiliu eru veit ég ekki enn.... leitinni verður haldið áfram eftir vinnudaginn á morgun.

Ég skreið heim um kvöldmatarleytið með ungana og hófst þá matarstríðið, svefnstríðið, þvottastríðið og lagatil stríðið.  Þegar heimilið var orðið boðlegt tók við að merkja, merkja og merkja skóladót og bækur, finna leikfimidót, smyrja nesti og græja skóladaginn á morgun.

Ég er ekkert að vorkenna sjálfri mér, en engu að síður viðurkenni ég alveg að ég er orðin þokkalega lúin eftir svona dag....

Einstæðar mæður  -  rokka!!!

Kolbrún algerlega out


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÆÆÆ Verst að þú verður að kaupa allt hér svo fara strákarnir í skóla úti. Það er ekki öfundsvert að vera einstæð en mér hefur sýns Elísabet hafa allt í reglum enda eru stelpurnar rosalega duglega að gera sín verk.. Gangi þér vel að púsla öllu saman.   KV Erla 

Erla (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 00:13

2 Smámynd: Vilborg

Blessuð og takk fyrir síðast!

Sammála Elísabetu með reglur og aftur reglur....er samt ekkert einstæð en hef alltaf verið grasekkja reglulega   Sjáumst vonandi áður en þið farið út aftur.  Bestu kveðjur til Hlyns!

Kveðja Vilborg

Vilborg, 23.8.2007 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.8.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 313099

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband