21.8.2007 | 21:08
Hver er fyrsta æskuminningin?
Vá hvað ég þarf að fara mörg ár aftur í tímann til að rifja upp fyrstu æskuminninguna mína. Fyrstu árin í lífi mínu ólst ég upp á sveitabæ í Dalasýslu. Ég man ekki mikið frá þeim árum. Ég man örfáar glefsur, þegar ég brenndi mig á löppinni í kleinfeitinni, þegar ég eyðilagði gleraugun hennar Láru frænku, þegar ég fór í heimavistarskólann.... allt eru þetta leiðinlegar minningar... afhverju man ég ekki eftir neinu skemmtilegu frá fyrstu 6 árum ævinnar??? Ég fluttist á mölina þegar ég var 6 ára og fór í Hlíðaskóla...það sem ég man frá því ári er aðeins meira, ég man þegar keyrt var á litlu systur mína, ég man þegar ég fékk nýtt hjól og byrjaði á því að detta á fyrsta degi og beygla hjólið, ég man þegar við krakkarnir vorum að búa til snjóhús í garðinum og eitthvað fleira. 7 ára flutti ég í Kópavoginn og frá þeim árum man ég mjög marga hluti.
Ég fór að spá í þetta í dag, vegna þess að miðsonur bað mig um að fá að fara að sjá mynd í bíó, RUSH eitthvað.... ég auðvitað gat ekki farið með honum og því fékk ég mág minn til að fara með honum í bíó í dag. Honum er búið að hlakka til í marga daga að fara í bíó og hefur sagt öllum sem hann hefur hitt að hann sé að fara í bíó með Inga Geir. Krúttlegast fannst mér þegar hann var að setja eldri bróður sínum frá þessu, við vorum að keyra í Ártúnsbrekkunni í gær þegar hann sagði honum að það hafi verið akkúrat hérna sem mamma hefði hringt í Inga Geir og beðið hann um að fara með honum í bíó. Ég gerði mér enga grein fyrir hvað þetta skipti strákinn rosalega miklu máli, að fá að fara einn í bíó með frænda. Þeir fóru svo í bíó í dag og enduðu á því að fara að fá sér að borða á Fridays. Ætli þessi dagur verði einn af æskuminningum miðsonar??
Hver er þín fyrsta æskuminning?
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.8.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 313099
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hef oft hugsað þetta þegar fólk þykist muna eftir sér 2ja ára gamalt
ég veit ekki hvað ég var gömul (5-6ára) þegar ég var að koma veik heim með pabba á sendaranum og hann gaf mér húspening fyrir að hafa verið svona róleg veik í vinnunni (gamli 50kallinn með Alþingishúsinu á) og enn þann dag á ég í veskinu mínu einn húspening sem sleginn var 1970 og þykir ótrúlega vænt um hann
Rebbý, 21.8.2007 kl. 22:43
Mín fyrsta minning er frá því að ég var 3ja ára og fór á ljósmyndastofu í Reykjavík með fjölskyldu minni. Ég þurfti að standa uppá stól með einhvern fábjánalegan bolta og hlæja á móti upptekktum bangsa. Þetta þótti mér þunnur þrettándi. Ég man þetta afskaplega greinilega.
PS: Velkomin aftur heim!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.8.2007 kl. 22:53
Fyrstu árin bjuggum við í húsi í Eyjum sem hét Stafholt. Mamma og pabbi sváfu uppi í risi en aðrir niðri á hæðinni. Mín fyrsta minning er líklega að vera kominn hálfa leið upp snarbratta stigann með græna teppinu eldsnemma um morgun og pabbi kom niður á móti mér og fór með mig aftur niður í rúmið mitt.
Ingi Geir Hreinsson, 22.8.2007 kl. 08:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.