Mánudags hugvekja

Í gærkvöldi horfði ég á þáttinn Örlagadagurinn með Sirrý.  Ég datt alveg óvart inn í þennan þátt þegar ég var að svæfa yngsta soninn.  Í þættinum var talað við móður fíkils sem byrjaði í neyslu 13 ára gamall og hefur hann sokkið mjög langt niður.  Móðirinn sagði í lok þáttar að hann væri nú inn á Litla Hrauni vegna þjófnaðarmála og það væri mikil hvíld fyrir fjölskylduna að vita af honum þar en ekki á götunni.  Þessi þáttur hafði mikil áhrif á mig, og hugrekki þessarar konu er mikið.  Jón Ingi minn er 12 ára núna.  Ég bið til guðs á hverjum degi að mín börn lendi ekki í þessum heimi, þessum ógeðslega heimi sem er svo mun aðgengilegri ungum börnum í dag heldur en fyrir nokkrum árum síðan. 

En nóg um það

Vinnan kallaði á mig í morgun eftir gott sumarfrí.  Yngsti sonur byrjaði því aftur í leikskólanum í morgun eftir jafnlangt frí.  Og sá var ekki sáttur.  Hann varð eiginlega bara alveg snar... hann ríghélt í mig og hefur greinilega orðið mikill mömmustrákur í fríinu.  Það þurfti að taka hann frá mér grátandi og hálftíma seinni hringdi svo leikskólastjórinn í mig og þá var hann fyrst að jafna sig eftir átök morgunsins.  Auminginn minn litli, það er svo margt nýtt hjá honum núna og hann skilur ekki alveg lífið þessa dagana.  Vona að það gangi betur í fyrramálið.  Ég reyndar sótti hann nú snemma í dag þar sem hann fór í 3 1/2 árs skoðun og hann hreinlega hljóp upp í fangið á mér þegar hann sá mig.  Hann brilleraði þvílíkt í skoðuninni í dag, skoraði allsstaðar hátt, litli snillingurinn minn.

Við fengum svo gesti í dag.  Vilborg kom með strákana sína í heimsókn og léku strákarnir sér saman fram eftir degi.  Skrýtið að sjá þá Jón Inga og Sigurð saman, þeir hafa þekkst frá fæðingu og eru nú að upplifa unglingsárin saman... EN ÞEIR FÆDDUST SAMT BARA Í GÆR!!!  

Jón Ingi og Sigurður Lárus

Síðan ég kom heim til Íslands hef ég enn ekki þurft að nota pottana mína.  Ég hefði svo sem þurft þess í kvöld þar sem dagbókin telur ekki fleiri í bili.... en ég hreinlega nennti því ekki og bauð strákunum mínum á Pizza Hut.  Og þvílík gleði í ungum hjörtum.

Jón Ingi með gráðaostapizzuna sína

Hey Hey

Kolbrún


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

passaðu bara upp á að halda svona góðum tengslum við englana ykkar Hlyns
þykist vita að þeir munu allir vaxa upp sem fyrirmyndar menn

Rebbý, 20.8.2007 kl. 22:15

2 identicon

Hæ Kolla,

Ég hef svo gaman að fylgjast með þér í gegnum bloggið.  Veit núna um allt sem gerist í þínu lífi ;o)  Reynum nú að hittast áður en þú ferð út aftur !!

Kv.

Guðrún Hilmars

Guðrún Hilmars (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 22:38

3 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

jó hvað er gaman að sjá þig hér Guðrún... og ekki spurning að við verðum að finna tíma til að hittast, því fyrr, því betra:)

Kolbrún Jónsdóttir, 20.8.2007 kl. 22:56

4 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Hi frænka

Við förum aftur út í byrjun október:)  Eigum við að stefna á hitting?

Kolbrún Jónsdóttir, 21.8.2007 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.8.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 313099

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband