Hugleiðing á sunnudegi

Jæja, þá er síðasti sumarleyfisdagurinn minn að kvöldi kominn.  Vinna í fyrramálið.  Reyndar verður vinnudagurinn á morgun aðeins í styttri kantinum þar sem ég þarf að fara með Emil litla í 3 1/2 árs skoðun á heilsugæsluna á morgun eftir hádegi.  Í kvöld er ég búin að eyða einum og hálfum klukkutíma í að leita af ónæmisskírteininu hans Emils litla en alveg sama hvar ég leitaði, ég fann það ekki.  Mér fannst ég vera ömurleg móðir, að tína þessum gögnum.  Elsti sonur kom heim frá vini sínum kl 10 og spurði hvað ég væri að róta í öllum skúffum, þegar ég sagði honum hvað ég væri að leita að, sagðist hann vita um skírteinið og náði í það á 1 mínútu.  Hvernig átti mér að detta það í hug að skírteinið væri inn í bílskúr?????

Ég er búin að velta því fyrir mér í dag hvað ég á að gera við bloggið mitt.  Ég er að skrifa persónulega pisla á hverjum degi og mun halda því áfram, svo lengi sem fjölskyldan er aðskilinn.  Það er erfitt fyrir húsbóndan að vera einn í Danmörku og því mun ég áfram vera dugleg að setja inn myndir af strákunum mínum á bloggið og skrifa persónulega pistla.  Málið er að það eru mjög margir að skoða bloggið mitt á hverjum degi, stundum svo margar IP tölur að mér dettur ekki í hug að ég þekki svona margt fólk.  Ég hef því verið að íhuga að læsa blogginu mínu.  Mér finnst vont að vita ekki hver er að skoða bloggið, það eru ekki margir sem kvitta og ég hef ekki hugmynd um hvaða fólk skoðar bloggið. 

Við mæðginin höfum átt góðan dag í dag.  Við drifum okkur í Kringluna eftir hádegi og strákarnir duttu heldur betur í lukkupottinn þar.  Síðasti dagur afmælishátíðar Kringlunnar og strákarnir fóru úr Kringlunni pakksaddir, enda fengu þeir fullt af góðgæti í boði Kringlunnar, kökur, popp, mjólk,candiflos, blöðrur og sleikjó.  Einnig hitti Emil Skoppu og Skrítlu en honum finnst þær æðislegar.  Hann varð svo feiminn þegar hann sá þær að hann fór næstum niður í gólf. 

Bræðurnir í Kringlunni   Emil hitti Skoppu og Skrítlu í Kringlunni, hann var soldið mikið feiminn við þær

Eftir Kringluævintýrið fórum við beint í afmæli til Magnúsar frænda en hann varð 4. ára í gær.  Og þvílíkar kræsingar sem voru þar á borðum, það fór engin svangur úr því afmæli.  Til hamingju með daginn elsku Magnús frændi:) 

Ég bíð góða nótt

Það eru fleiri myndir í albúminu:)

Kolbrún


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Kolbrún og velkomin ég er ein af þessum sem kíki flests daga á síðuna þína og hef gaman af að fylgjast með hvernig gengur. Kveðja til þín Hlynur í Dana veldi.

                        KV Erla

Erla (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 23:24

2 Smámynd: Rebbý

bílskúrinn var mjög rökréttur staður fyrir skírteinið .... snillingurinn þú
skil vel ef þú ákveður að læsa, bara leyfðu mér að heyra lykilorðið svo ég geti fylgst með ykkur í útlöndunum

Rebbý, 19.8.2007 kl. 23:41

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hæ Kolla. Verið velkomin heim. Þó að í stuttan tíma sé. Dagarnir tveir í Hólabergi gengu vonum framar hjá Ian og ég held hann hafi bara verið mjög lukkulegur. Samkv. starfsfólkinu var ekkert vesen á honum. Ekki einu sinni þegar átti að fara að sofa fyrra kvöldið.

Jóna Á. Gísladóttir, 20.8.2007 kl. 11:21

4 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Frábært Jóna, ég var einmitt búin að frétta að það hafi gengið glimrandi vel.  Hlakka til að hitta Ian sjálf:)

Kolbrún Jónsdóttir, 20.8.2007 kl. 11:51

5 Smámynd: Helga Jónsdóttir

Best að kvitta í þetta skiptið.  Ég fylgist semsagt vel með síðunni hjá þér á hverjum degi og stundum oft á dag .  Það er algjör skylda að uppljóstra lykilorði til mín ef þú ákveður að læsa síðunni

Helga Jónsdóttir, 20.8.2007 kl. 13:06

6 identicon

Jæja..er ekki best að kvitta  fyrir innlitið... rosalega gaman að  lesa um þig og þína  hérna Kolla mín... tíminn verður fljótur að líða fram í október.. er alveg fullviss um það...:)

Hobba (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.8.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 313099

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband