Áfram latibær

Ég fór með tvo yngri syni mína í Latabæjarhlaupið í dag.  Við fórum reyndar líka í fyrra.  Í ár virtist allt skipulag svo miklu betra en í fyrra.... börnum var skipt upp eftir aldri og hlaupið var núna haldið við háskólann en ekki í miðbænum.  Þetta fyrirkomulag var alveg að virka og allt gekk eins og vel smurð vél.  Strákarnir skemmtu sér hið besta í hlaupinu í dag, enda sérstaklega gott veður til útiveru. 

Emil vildi fá að fara á háhest eins og flestir hinna krakkanna, Hafsteinn gerði heiðarlega tilraun til að redda málunum

Annars er einstaklega vel hugsað um okkur mæðginin.  Við byrjuðum daginn á því að fara í pizzu til mömmu og pabba og svo eftir hlaupið í grill til Helgu systur og fjölskyldu.  Er hægt að biðja um betri þjónustu?

Adios

Kolbrún


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

flott að koma í heimsókn á klakann og fá svona dekur

gott að allir skemmtu sér vel og já þetta var flott veður til skemmtunar úti við.

Rebbý, 19.8.2007 kl. 00:37

2 identicon

Hæ hæ
Takk fyrir skemmtilega daga í Horsens, við erum strax farin að sakna ykkar**
Vildum óska að við hefðum verið með ykkur í Latabæjarhlaupinu eins og í fyrra, en við  förum bara saman seinna:)
Hlökkum til að sjá ykkur í október.
Knús og kossar til ykkar allra**

Berta María (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.8.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 313099

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband