18.8.2007 | 09:51
Komin til Íslands
Jæja, þá er ég komin heim til Íslands með strákana. Ferðin heim í gær gekk ágætlega, en það var erfitt að þurfa að kveðja Hlyn og vita að við hittum hann ekki fyrr en í október. Ferðalagið var langt í gær, næstum hálfur sólarhringur frá því að við kvöddum alla í Horsens þar til við vorum komin heim í Breiðholtið.
Við fórum beint í æðislegan mat hjá tengdaforeldrum mínum í gærkvöldi og urðu fagnaðarfundir þegar strákarnir hittu ömmu og afa. Emil var reyndar svo feiminn til að byrja með að ég hélt að hann ætlaði bara inn í mig aftur. Svo eftir matinn bað Emil um að fá að fara heim að sofa, enda orðin alveg uppgefinn. Þegar við komum svo heim fór hann sjálfur upp í rúm, bauð góða nótt og sofnaði alveg sjálfur.
Ég hef verið í fullri vinnu við að láta þvottavélina vinna, opna allan póstinn og taka upp úr töskunum aftur. Það er þokkalegt magn af pósti og dagblöðum sem safnast upp á svona löngum tíma. Jón Ingi er búin að endurheimta vinina sína, fór og hitti þá strax í gærkvöldi og er farin út aftur núna. Þeir eru með margt planað þennan tíma sem þeim munu eiga saman hér þar til við förum út aftur.
Ætla að fara inn í daginn hér á Íslandinu, margt planað í dag hjá okkur. Setti inn myndir í albúm og mun örugglega vera dugleg að blogga núna sem fyrr og setja inn myndir fyrir elsku Hlyn sem er án okkar í Danmörku. Við erum strax farin að sakna þín elsku Hlynur.
Kolbrún out
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.8.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 313099
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
æj það er svo krúttulegt hvað þið eruð enn ástfangin
gangi ykkur vel fram í okt - en okt er bara rétt handan við hornið
Rebbý, 18.8.2007 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.