12.8.2007 | 20:26
Berta og Raggi búin að bætast við hópinn
Já, nú erum við átta sem búum saman á Engblommevej. Berta og Raggi komu hingað í gærkvöldi eftir að hafa ferðast yfir til Danmerkur með Norrænu. Við erum því ekki lengur eigin herrar hér á Engblommevej, heldur erum við eiginlega orðnir gestir hjá Bertu og Ragga, heh. En það hafa nú samt ekki komið upp neinir árekstrar og ég á ekki von á því að það gerist:)
Emil og Hermann Veigar hafa verið óaðskiljanlegir í dag. Þeir byrjuðu daginn á því að fara saman í Bilka en það er eitthvað afmæli hjá Bilka í dag og þvílíkur fólksfjöldi. Ég var í röðinni þar í 1 klst, þá gafst ég upp. Berta og Raggi ákvaðu að standa lengur í röðinni og komu heim 2 klst seinna. Það voru svo sem mjög góð tilboð í Bilka i dag, en come on... það er eins og fólk hafi ekki komist í búð í margar vikur, þvílíkur var mannfjöldinn í dag.
Litlu ungarnir á heimilinu nutu sín betur í sólinni í garðinum í dag heldur en í búðarrápi. Þeir erum búnir að vera í pottinum og leika á alls oddi. Soldið stuttur þráður í mínum manni, þar sem hann fékk að vaka eftir Hermanni í gærkvöldi og fór þvi ekki að sofa fyrr en hálf tólf... maður þarf sko að sofa sína 12 tíma á dag til að geðheilsan sé alveg hundrað prósent. Hann fór snemma að sofa í kvöld og lofar að sýna allar sínar bestu hliðar á morgun.... ég er samt ekki að segja að hann hafi verið neitt hrikalega óþekkur í dag, bara soldið stuttur þráðurinn.
Ég setti fullt af nýjum myndum í albúm og ætla núna að halda áfram að njóta þess að drekka hvítvín með Bertu úti á verönd. Yndislegt líf?
Óver and át
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 313101
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Komið sæl öll sömul í hinni fínu Danmörk. Gaman að sjá hvað þú ert dugleg að blogga Kolla og gaman að lesa um ykkur. Ég samgleðst ykkur hvað þetta hefur gengið vel hjá ykkur. EINA sem ykkur vanta BARA er að ég sé með ykkur Bertu að drekka með ykkur hvítvín ha ha ha. En ég held áfram að fylgjast með . Ég er ekkert að fara að vinna strax því miður allt gengur hægt EN gengur þó og vona ég að ég fari að kenna fyrir áramót. Kveðja frá Ellu
elinthorarensen (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.