Skólalíf

Jæja, nú hafa eldri drengirnir sest aftur á skólabekk eftir barasta alveg nógu langt frí (að foreldra mati).  Mér finnst ég bara enn vera 20 ára en samt á ég barn í 6. bekk og  annað í 4. bekk.... Hafsteinn minn sem var nú litla barnið mitt í mörg ár er semsagt að fara að taka samræmd próf í október.  Er ekki að skilja að tvítug kona geti átt barn í samræmdum prófum.

Anyway,  skólasetningin var í gær.  Ég fór með Hafsteini á skólasetninguna, frumburðurinn vildi ekki hafa mömmu sína með, vildi frekar fara með vinum sínum.  Hafsteinn fékk nýjan kennara, lýst vel á hana við fyrstu kynni.

Skólalífi fylgja breytingar.... breytingar sem ungarnir mínir eru ekki sáttir við.  Þeir eru ekki sáttir við að þurfa að fara að sofa kl 10 á kvöldin, fá takmarkaðan tölvutíma á dag og að þurfa að vakna kl 7 til að borða morgunmat.  Streðið um hvað sé í nestisboxinu er byrjað á fyrsta degi. 

Við erum búin að versla skólavörurnar fyrir frumburðinn.  Það er ekkert ókeypis að fara í 6. bekk... rúmlega 7000 kall fyrir bækur og dót og svo auðvitað vill hann fá diesel buxur og tilbehör, úlpan verður að vera keypt í excodus og so on.  Það er svo miklu auðveldara að vera í 4 bekk, þá kaupir skólinn allt fyrir krakkana og rukka svo foreldrana um einhvern smá pening....

Ég minnist þess ekki að mamma mín og pabbi hafi þurft að verlsa neitt fyrir mína skólagöngu, en það er kannski ekki að marka að ég muni það ekki, maður er víst því miður ekki tvítugur ennþá.

GO MAGNI

Over and out

Kolbrún

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 313079

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband