7.8.2007 | 21:23
Samferðarfólk
Í gegnum tíðina hittir maður ótrúlega mikið af fólki. Sumt fólk sem maður hittir, langar mann að hitta aftur og mynda við það vinskap, svo er fólk sem maður hittir og veit að maður mun ekki hitta aftur en engu að síður skilur þetta fólk ótrúlega mikið eftir hjá manni. Jafnvel þótt maður tali ekki einu sinni við það.
Ég er búin að eyða kvöldinu á sjúkrahúsinu hér í Horsens... löppinn enn að bögga manninn minn. Þegar ég sat á biðstofunni varð mér hugsað til konu sem ég sá á skadestuen í Kaupmannahöfn. Þetta var mjög gömul kona sem var keyrð í hjólastól inn á biðstofuna af leigubílstjóra, hún var með ælupoka með sér sem hún var búin að æla í og á meðan hún beið grét hún. Það var engin sem var með henni þarna og henni leið greinilega mjög ílla. Það er alveg ótrúlegt hvað þessi kona hafði mikil áhrif á mig. Ég talaði ekkert við hana, hún bara varð á vegi mínum óvart. Ég held að ég hafi hugsað til hennar nær daglega síðan ég sá hana. Ég er búin að spá í hvernig hún hafi það, hvort hún eigi engan að sem þyki vænt um hana, ég hef jafnvel hugsað um hvort hún sé enn í heimi lifenda. Ég fann svo ótrúlega mikið til með þessari konu og mig langaði svo mikið að geta gert eitthvað fyrir hana. Þrátt fyrir greinilegan sársauka hjá henni, þá var hún búin að klæða sig í kjól og var svo fín.
Langaði að deila þessu með ykkur... sorry væmnina í kvöld.
Kolbrún bíður góða nótt
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 313101
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert bara svo vel innréttuð kona, Kolbrún!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.8.2007 kl. 22:51
Þetta er ótrúlega góð lýsing á persónu og mann langar að vita meira um hana.
Af hverju skrifar þú ekki sögu hennar, skáldsögu sem að væri innblásin af þessari konu sem að var ein á skadestuen eftir sjálfsagt viðburðaríka ævi fulla af sorgum, gleði, ástum og góðverkum. Verkefni fyrir þig í vetur.
Þóroddur (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.