6.8.2007 | 18:55
Í leikskóla er gaman, þar leika allir saman
Loksins opnaði leikskólinn við Fussingsvej eftir að hafa verið lokaður í þrjár vikur vegna sumarleyfa. Emil hefur dreymt um að komast inn á leikskólann til að fá að sjá þar inni og tækifærið kom svo loksins í dag. Þegar við komum inn á leikskólann hittum við leikskólastjórann og það var eins og við manninn mælt, Emil litli varð enn minni og missti málið (þó ekki lengi), og hann ætlaði hreinlega inn í okkur, hann var svo feiminn. Auðvitað rann feimnin fljótt af honum og þegar hann var búin að fara út og fá að róla smá, þá var hann svosem alveg tilbúin til að verða bara eftir á leikskólanum.
Leikskólar í Danmörku eru þokkalega öðruvísi en við eigum að venjast heima á Íslandi. Opnunartímar eru öðruvísi, leikskólinn opnar kl 6:15 á morgnana (ÞÁ ER ENN NÓTT Í MINNI ORÐABÓK). Börnin fá ekki mat í leikskólanum, heldur þurfa þau að koma með nesti að heimann, tvo matarpakka fyrir daginn. Hér er ætlast til að börnin komi með köku fyrir alla þegar það á afmæli en á Íslandi má það ekki. Þá eiga börnin að koma í öskudagsbúningum á öskudaginn hér en það er bannað heima. Þá mega börnin hérna gjarnan koma með leikföng með sér í leikskólann en það er ekki vel séð heima. Það sem kemur mér á óvart hér er að ekki er lagt mikið upp úr útiveru hjá börnunum. Þau eru úti í 1 1/2 tíma á dag en þó ekki alla daga því suma daga fara þau í íþróttasalinn og þá fara þau ekki út. Þetta finnst mér skrýtið. Annars líst mér ágætlega á leikskólann. Þetta er þriggja deilda leikskóli með 60 börnum og þar af eru 19 íslensk börn. Lögð er áhersla á að börnin fái bæði að nota sitt móðurmál og líka að þau þurfi að nota og læra döskuna. Leikskólastjórinn vildi nú meina það að Emil yrði farinn að tala dönsku á mánuði... sjáum til.
Áður en við fórum út til Danmerkur var fólk búið að segja okkur frá veitingastað hér í Danmörku sem heitir Jensens Böfhus. Okkur var sagt að það væri sko algert must að fara þangað. Íslendingarnir hér í Mosanum hafa sagt sömu sögu. Við drifum okkur loksins í dag á þetta títtnefnda veitingarhús og urðum sko ekki fyrir vonbrigðum.... besti matur sem ég hef fengið síðan ég kom hingað, BBQ spareribs...
Annars allt gott af okkur hér
Setti inn nokkrar nýjar myndir í albúm
Out
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 313101
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er ættarveitingahús fjölskyldu okkar Lone - þú veist að við erum báðar Jensen, þó ég noti ekki ættarnafnið mitt, pabbi minn hét t.d. Arnþór Jenssen og mamma Guðný Pétursdóttir Jensen. Hvað um það. Mér hefur aldrei litist alveg á leikskólastefnu Dana og held að þeir gætu mikið af okkur lært í því efni. Systir mín býr í Danmörku og ól þar um tvö börn, þannig að ég fylgdist vel með þessu. Vona samt að hann verði ánægður, litli kallinn. Gangi ykkur vel!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.8.2007 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.