Poll - sveitt

Nú er það sveitt í Horsens.... þvílíkur hiti.  Það hefur verið svo mikill hiti hér í dag að það er hreinlega vont að vera inni...en verra að vera úti.  Það koma því engar fjölskyldumyndir í dag, enda fjölskyldan búin að vera léttklædd í dag.  Sá yngsti er til að mynda búin að vera á brókinni einni í nær allan dag.  Alveg sama hversu allir eru léttklæddir lekur svitinn af heimilisfólki í dropatali.  Það má nú á milli vera, hiti eða hita... nú vil ég fá aðeins meiri kulda hingað takk fyrir.

sweat2

 

 

 

 

 

Og þessum mikla hita sem hefur verið hér undanfarna daga, (þó er ekkert sem toppar daginn í dag,) fylgir enn meira skordýralíf og skordýr búsett í Danmörku hreinlega elska mitt íslenska blóð.  Ég er bitinn og étin hér á hverjum degi núna, höndum, fótum, fingrum, hálsi og kláðinn hefur verið óbærilegur.  Ég fór af stað í dag að leita að apóteki sem er opið á sunnudögum en fann ekki neitt... en ég þarf deffinatly að ná mér í after bite.  Ég reyni aftur á morgun, þá hljóta Danir að vera úthvíldir eftir helgarfríið sitt, hehe.  Ég náði mér aftur í fyrirbyggjandi sprey fyrir skordýrum í einni kjörbúðinni í dag og er búin að spreyja á mig hátt og lágt.  Mikið erum við heppinn á Íslandi að vera laus við þessi bit öll saman.

Out

Kolbrún og co sem eru öll POLL-SVEITT 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

já það má eitthvað á milli vera. Það er rosalega mikið um að vera hjá ykkur. Leiðnlegt að heyra um öll bitin. Ætli það sé ekki bara vegna þess að þú ert nýtt blóð... í bókstaflegri merkingu. Þær fá leið á þér áður en langt um líður.

Jóna Á. Gísladóttir, 6.8.2007 kl. 00:26

2 identicon

HA HA Þú sem elskar svona kvikindi. Ég er samt sammála Jónu skordírin fá leið á þessu feska blóði bráðum. Vona að hitinn fari að lækka hjá ykkur. Bestu kveðjur til ykkar allra.

          Erla og co

Erla (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 313101

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband