4.8.2007 | 18:18
Hvítu tjöldin í dalnum
Hér í Horsens var slegið upp útihátíð í dag og hvítu tjöldunum tjaldað í dalnum í tilefni af verslunarmannahelgi. Var margt um manninn á þessari íslendingahátíð, farið með börnin í leiki og síðan á að djamma eitthvað fram á kvöld. Við fjölskyldan fórum að sjálfsögðu á hátíðina í dag til að sýna okkur og sjá aðra. Það er nú samt pínu erfitt að koma inn í svona sterkt samfélag eins og Islendingafélagið hér virðist vera. Hér þekkja allir alla en við bara rétt könnumst við suma. En við komumst nú sennilega ekki inn í þetta samfélag hér nema að taka þátt.
Strákarnir skemmtu sér mjög vel á hátíðinni í dag. Þar hittu þeir félaga sína og tóku þátt í brennó, stórfiskaleik og fleiri rammíslenska leiki. Emil var nú ekki mikið að taka þátt í leikjunum en hjólaði þeim mun meira á hjólinu sínu þar til hann var orðin svo uppgefinn að hann varð að stoppa reglulega "á rauðu ljósi" eins og hann orðaði það svo skemmtilega.
Í morgun skelltum við okkur fjölskyldan til Kolding en það er borg sem er hér í næsta nágrenni. Við fórum þar og skoðuðum pöddusafn. Auk þess sem hægt var að sjá fullt af allskonar pöddum á safninu var líka verið að sýna helling af mat sem var búin að fá að standa í kæli í mislangan tíma og rotnunin var svo sýnd í sjónvarpi dag frá degi. Þvílíkur viðbjóður.... það var varla að maður hefði lyst á hádegismat eftir að hafa verið þarna. JAKK
FULLT AF NÝJUM MYNDUM Í ALBÚMI.
Bið fyrir kveðju heim til Íslands
Kolbrún og co
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 313102
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.