Hvítu tjöldin í dalnum

Hér í Horsens var slegið upp útihátíð í dag og hvítu tjöldunum tjaldað í dalnum í tilefni af verslunarmannahelgi.  Var margt um manninn á þessari íslendingahátíð, farið með börnin í leiki og síðan á að djamma eitthvað fram á kvöld.  Við fjölskyldan fórum að sjálfsögðu á hátíðina í dag til að sýna okkur og sjá aðra.  Það er nú samt pínu erfitt að koma inn í svona sterkt samfélag eins og Islendingafélagið hér virðist vera.  Hér þekkja allir alla en við bara rétt könnumst við suma.  En við komumst nú sennilega ekki inn í þetta samfélag hér nema að taka þátt.

Hvítu tjöldin í dalnum í Horsens Strákarnir skemmtu sér mjög vel á hátíðinni í dag.  Þar hittu þeir félaga sína og tóku þátt í brennó, stórfiskaleik og fleiri rammíslenska leiki.  Emil var nú ekki mikið að taka þátt í leikjunum en hjólaði þeim mun meira á hjólinu sínu þar til hann var orðin svo uppgefinn að hann varð að stoppa reglulega "á rauðu ljósi" eins og hann orðaði það svo skemmtilega.

 

 

 

 

 

Í morgun skelltum við okkur fjölskyldan til Kolding en það er borg sem er hér í næsta nágrenni.  Við fórum þar og skoðuðum pöddusafn.  Auk þess sem hægt var að sjá fullt af allskonar pöddum á safninu var líka verið að sýna helling af mat sem var búin að fá að standa í kæli í mislangan tíma og rotnunin var svo sýnd í sjónvarpi dag frá degi.  Þvílíkur viðbjóður.... það var varla að maður hefði lyst á hádegismat eftir að hafa verið þarna.  JAKK

Bræðurnir saman á pöddusafninu

 

 

 

 

 

 

 

 

FULLT AF NÝJUM MYNDUM Í ALBÚMI.

 

 Bið fyrir kveðju heim til Íslands

Kolbrún og co 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 313102

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband