3.8.2007 | 18:15
Dagurinn sem hefur verið beðið eftir með óþreyju
3. ágúst.... ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt þessa dagsetningu frá elsta syni mínum síðan ég kom til Danmerkur. Ég held 3. ágúst sé sá dagur sem hann hefur hlakkað til, meira en til nokkurs annars dags í mjög langan tíma. 3. ágúst er nefnilega frumsýningardagur á kvikmyndinni Simpsons í Danmörku.
Þeir sem þekkja til okkar fjölskyldunnar vita að elsti sonur minn í forfallinn Simpsons aðdáandi. Hann á öll season sem hafa verið gefin út með Simpsons, hann á óteljandi leikföng, minjagripi, tímarit, jafnvel eldhúsrullur og kex að ógleymdri talandi Simpsons klukkunni. Hann var því frekar spældur þegar hann komst að því að Simpsons myndin yrði frumsýnd í Danmörku heilli viku á eftir frumsýningu á Íslandi. En Danir eru frekar aftarlega þegar kemur að sýningum á myndum í bíó. Til að mynda er enn ekki farið að sýna SHREK3 hérna en ég gæti trúað að hún væri hætt í bíó á Íslandi.
Við fjölskyldan fórum öll á Simpsons myndina í dag. Við fórum á fyrstu sýningu dagsins, semsagt algera frumsýningu hér í Horsens. Við vorum auðvitað eins og sannir Íslendingar búin að kaupa miða nokkrum klst fyrir sýningu, við ætluðum svo sannarlega ekki að missa af miða á myndina.... en enn kemur í ljós hvað við erum öðruvísi en Danir. Það var svo langt frá því að vera uppselt á myndina hér og er hún þó bara sýnd í einu kvikmyndahúsi,,,, hmmm það er bara eitt kvikmyndahús í Horsens. Á sama tíma fékk þessi sama mynd yfir 16.000 gesti á fyrstu helginni á Íslandi.
En bíó í Danmörku.... soldið gamaldags. Á Íslandi kom THX hljóðkerfið árið 1987. Í Danmörku kom sama hljóðkerfi árið 2005. Allavega hingað í Horsens. Þegar þú kaupir miða í bíó hér eru enn númeruð sæti... það er enn verið að gefa fólki FILM GUIDE hér (samt ekki alveg eins og þetta sem við þekkjum heldur eru 4 myndir saman í einu film guide). Það er enn tau tjald fyrir skjánum í bíó og þegar það var dregið frá klöppuðu allir í salnum..... Já, við Íslendingar erum heldur langt á undan Dönunum. Þetta er svona stemmning eins og þegar ég var unglingur. Það sem pirraði mig óendanlega í bíó voru auglýsingarnar. Ástæðan var sú að það voru mjög mikið af börnum í bíó í dag og auglýsingarnar voru bjórauglýsingar, vínauglýsingar og svo var verið að sýna úr fremur ógeðfelldum myndum sem eru væntanlegar og alls ekki við hæfi barna. Emil varð dauðhræddur þegar verið var að sýna þarna úr einni myndinni.
Hérna eru semsagt Simpsons bræður í bíóhúsinu í dag.
Annað sem mig langar að segja ykkur frá sem ég lenti í í dag. Ég þurfti svo að komast í klippingu. Þegar við vorum í bænum um hádegi í dag sá ég hárgreiðslustofu og skutlaði mér inn og fékk tíma hjá þeim klst seinna. Ég var bara glöð með það. En þegar ég settist svo í hárgreiðslustólinn fékk ég eiginlega áfall. Strákurinn sem klippti mig var frá Brasilíu og talaði litla dönsku og litla ensku. Hann byrjaði á því að rennbleyta hárið á mér og allt í einu fékk ég þurrt handklæðið beint framan í mig alveg að óvörum, hann ætlaði semsagt að þurrka bleytuna sem hafði komið með öllu þessu vatnsspreyi sem hann notaði. Mér krossbrá. Síðan byrjaði hann að greiða mér og greiða mér og greiða mér og greiða mér. Ég held að hann hafi greitt hárið í eins margar útgáfur og hægt er. Loksins byrjaði hann að klippa en ég hafði sagt honum hvað ég vildi. Ég var eitthvað annarshugar þegar hann byrjaði að klippa, en þegar mér er litið á spegilinn er hann búin að klippa svo langt upp hjá eyrunum að ég fékk áfall. Síðan hafði hann greitt hárið að aftan. Kom með spegil og spurði mig hvort þetta væri ekki fínt. Ég auðvitað sagði nei og endurtók að ég hafi ekki viljað láta taka svona mikið af hárinu og ég vildi samt láta taka af því að aftan. Þá fór aumingjast hágreiðslumaðurinn alveg í panik og kallaði á samstarfsmann sinn og bað hann að hjálpa sér því hann var auðvitað búin að klúðra þessu. Sem betur fer hafði ég húmor fyrir þessu og mátti stórpassa mig að fara ekki að skellihlæja þarna í stólnum. Sérstaklega átti ég bágt með mig þegar annar viðskiptavinur fór að reyna að segja þeim hvernig klippingu ég hefði beðið um upphaflega. Jafnvel þótt ég hafi sennilega aldrei verið jafn ílla klippt á ævinni þá get ég ekki annað en brosað að þessu í dag. Ég þarf að spyrja Íslendingana hér hvert sé best að fara í klippingu næst. En elsku hárgreiðslustrákanir mínir voru nú svo næs við mig að ég fékk þessa klippingu í boði hússins, því þeir vissu svo vel að þeir hafi klúðrað hlutunum. Ekki bað ég um það, ég tók upp veskið og ætlaði að borga og koma mér svo þaðan út eins fljótt og ég gæti og aldrei að koma þarna aftur... en gratis var orðið sem ég fékk. Ég sagði þvi bara tak skal du har.
Njótið helgarinnar og í guðs bænum keyrið varlega.
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 313103
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
well - maður á að fylgjast vel með þegar verið er að klippa mann þegar einstaklingurinn þekkir ekki hárið á manni - ég hef lent í þessu hérna heima á klakanum að fara í klippingu og settist í stól hjá ókunnugri konu og bað bara um að láta stytta, endaði með að vera sextug kona að koma úr lagningu því slúðrið var svo spennó - en því var bjargað fyrir rest, en ég hef aldrei haft styttra hár en eftir þá björgun
Rebbý, 3.8.2007 kl. 19:02
Hvar eru myndirnar af nýju klippingunni, hehehehe:)
Berta María (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 20:38
Sé þig í anda í klippistólnum! Allt er gott sem endar vel - og hárið vex jú.
Ef Berta sér þetta: Elsku Berta, til hamingju með giftinguna þína, og gangi þér allt í haginn í Danmörku! Allra bestu þakkir fyrir frábært samstarf í hvívetna.
Kolla mín, veit að þér er sama þó ég noti kommentakerfið þitt, þegar tilgangurinn er jafn mikilvægur og að ná sambandi við Bertu!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.8.2007 kl. 22:02
Ekki málið Guðný Anna...
Berta, ætli þú fáir ekki bara að sjá klippinguna in life eftir nokkra daga. Sjáum til
Kolbrún Jónsdóttir, 4.8.2007 kl. 06:21
ÉG VIL MYND!!!
En þú getur síðan bara gert eins og ég, bara tekið þetta niður í skallann. Það er mjög þægilegt, og í þínu tilfelli gæti það verið bara kinky.
Ingi Geir Hreinsson, 4.8.2007 kl. 10:19
Til Guðnýjar Önnu:)
Takk sömuleiðis mín kæra.....vonandi eiga okkar leiðir eftir að liggja saman aftur seinna. Knús til allra á SSR**
Sorry
Berta María (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 16:53
Vistaðist óvart þegar ég var búin að skrifa "sorry" en þetta átti að vera "sorry Kolla mín fyrir að við G.A. séum að misnota þitt blogg til samskipta"
Berta María (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.