2.8.2007 | 19:21
HUSK P SKIVEN
Reynslusaga dagsins tengist svokölluðum P skífum en P skífur eru í framrúðu á öllum bílum í Danmörku. Í raun gerir P skífan þér kleift að leggja bílnum gjaldfrjálst á bílastæðum í Danmörku í 1-2 klst. Það sem þú þarf að gera áður en þú yfirgefur bílinn á bílastæði er að stilla tímann sem þú reiknar með að koma til baka á p skífuna í bílnum.
Ég hef aldrei séð einn einasta stöðumælavörð hér í Horsens. Mér fannst það bara þvílíkur lúxus að geta lagt bílnum hvar sem er án þess að þurfa að borga í stöðumæli. Kannski hef ég verið aðeins of kærulaus, því þegar við fórum í matvörubúðina seinnipartinn í dag þá gleymdum við að stilla p skífuna í bílnum, Hlynur mundi eftir því þegar við vorum kominn inn í búðina en það var mér að kenna að hann fór ekki til baka til að stilla skífuna, ég sagði við hann að þess þyrfti örugglega ekki lengur því að klukkan væri orðin svo margt. Og vegna þessa fengum við fyrstu lexíu í Danmörku. Stöðumælavörður kom auðvitað og gaf okkur skemmtilega háa sekt fyrir það að hafa ekki stillt P skífuna, 510 danskar krónur takk fyrir. Það er alveg öruggt mál að P skífan verður alltaf notuð í framtíðinni, svona mistök gerir maður bara einu sinni.
En nóg um það
Deginum í dag eyddum við fjölskyldan í Árósum. Við höfum í nokkra daga ætlað að fara þangað í tívolí en það hefur dregist vegna veðurs. Í dag var keyrt yfir í tívolíið en þetta tívolí er miklu miklu flottara en tívolíð í Kaupmannahöfn (samt bara á 1/4 af prísnum hjá þeim). Strákarnir skemmtu sér svo vel og tíminn leið svo hratt að við höfum ákveðið að fara aftur í næstu viku og klára að skoða allan garðinn, við náðum bara að fara yfir hluta af honum í dag.
Fullt af nýjum myndum í albúmi
Biðjum að heilsa héðan
Kolbrún og co
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 313103
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Loksins erum við komin í netsamband.....vorum að koma til Húsavíkur eftir 2ja daga ferð um Vestfirði:)
Það virðist vera endalaust mikið skemmtilegt að gera í Horsens og þar í kring, okkur á greinilega ekki eftir að leiðast sem heimavinnandi húsmæðrum:)
Nú er bara ein vika þar til við verðum komin til ykkar, erum orðin þvílíkt spennt.
Æðislegar myndirnar af ykkur og gaman að sjá hvað strákarnir eru að "fíla" sig vel.
Sjáumst og heyrumst***
Berta María (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.