Sólin er komin til Danmerkur

Já loksins lét hún sjá sig almennilega sólin, hér í Danmörku.  Alveg frá því að við komum til Horsens höfum við ekki fengið heilan sólardag fyrr en í dag og mér skilst að framhaldið sé gott og veðurspáin sé frábær fyrir næstu daga.   Það var 22 stiga hiti hér í dag, alveg mátulega passlegt Smile

Emil í Pósturinn Páll hoppukastala Við fórum í hoppuland í dag með strákana.  Emil hafði sér hoppulandið í gær þegar við vorum á labbi og varð alveg veikur að komast.  Um er að ræða stóran garð með FULLT af hoppuköstulum.  Þegar Emil svo vaknaði í morgun kl 7  (NB, Þá er klukkan 5 um nótt heima) þá byrjaði hann á að tilkynna okkur það að nú væri nóttin loksins búin og nú væri hann að fara í hoppukastalana.  En stóra hjartað okkur varð nú aðeins minna þegar hann fór í suma hoppukastalana, hann varð hálfhræddur í þeim sumum en naut þess að vera í öðrum.  Flottastur fannst honum auðvitað Pósturinn Páll hoppukastalinn.

 

 

Aðeins um Danmörku:

Mér finnst það soldið merkilegt að þegar þú kaupir inneign á símann þinn hér í Danmörku í stórmarkaði, þá færðu ekkert skafkort eða neitt svoleiðis.  Inneigin prentast út með strimlinum og þú þarf að rífa hana af strimlinum til að hringja inneignina inn í símann.  Við fengum því frekar flókin strimil úr Bilka í gær þegar við bæði keyptum inneign á simann hans Hyns og keyptum líka gsm síma fyrir strákana.  En ábyrgðin og allt er bara á strimlinum.  Mér var sem betur fer bent á það að geyma strimlinn vel.  Já, við keyptum gsm síma fyrir strákana og þeir eru nú báðir komnir með danskt símanúmer.  Ég er eiginlega ekki róleg með þá úti öll kvöld og geta ekki náð í þá.  Þeir eru auðvitað mjög lukkulegir og finnst þeir voða stórir kallar að vera komnir með danskt símanúmer.  

Takk fyrir i kvöld

Kolbrún

 

ps... að venju eru fullt af nýjum myndum í nýju albúmi.  Spurning hvað ég held þetta lengi út að blogga svona stíft... er á meðan er.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

fyrst sólin er komin til ykkar erum við sennilega að missa hana hérna á Fróni. Knús til ykkar í DK

Jóna Á. Gísladóttir, 2.8.2007 kl. 00:53

2 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Hæ hæ,

hvað segirðu, hvaða leigumiðlun ertu að nota, það gengur nefnilega ekkert með mína...

kv. frá Kiddu.

Kristbjörg Þórisdóttir, 2.8.2007 kl. 12:00

3 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Hæ Kidda,

Við notumst við leigumiðlun sem heitir  

http://www.beringshave.dk/

Spurning hvort þú komir ekki bara í húsnæði í Horsens:)  Góð hús hér og ekki nema rúmur hálftími yfir til Arhus...

Þú getur hringt í mig í síma 4960125 (íslenskt smartsímanúmer) ef ég get eitthvað hjálpað þér.

Kolla 

Kolbrún Jónsdóttir, 2.8.2007 kl. 17:25

4 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Takk fyrir spjallið Kolla mín ;)

Kristbjörg Þórisdóttir, 2.8.2007 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 313103

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband