Ólíkir menningarheimar

Hér í Baunalandinu kynnumst við einhverju nýju á hverjum degi.  Dagurinn í dag byrjaði ekki mjög gæfulega hjá húsmóðurinni.  Ákveðið var að skella sér í sund í morgunsárið en Horsens á ágæta sundlaug hér í næsta nágrenni við okkur.  Ég fór auðvitað í kvennaklefan og allir strákarnir svo saman í karlaklefann... þeir höfðu því hvorn annan til að finna út úr hlutunum en ég var bara alein.  Ég fékk einhverskonar armband við inngangin þegar ég hafði borgað fyrir okkur inn í sundið, átti þetta armband að virka á skápana í búningsklefunum... ég lenti í mestu vandræðum með þetta armband og eftir að hafa fengið ráðleggingar um það hvernig ég ætti að læsa skápnum hjá bæði túrista og Dana, þá gafst ég upp og skildi skápinn minn eftir opin...  svo fór ég í sturtu, ekki tók betra við þar, ég leitaði og leitaði að því hvernig ætti að skrúfa frá vatninu í sturtunni en fann hvergi neina krana.  Það var ekki fyrr en einhver kona sýndi mér takka inn í sturtuklefanum að ég komst í sturtuna... spurning um að vera ósjálfbjarga í útlöndum.  En við skemmtum okkur nú samt mjög vel í sundi og meira að segja ég fór í stóru rennibrautina þar Smile

Þegar við vorum búin í sundi skelltum við okkur á markaðinn hér í Horsens.... einskonar kolaport sem er haldið utandyra, fullt af básum og svo fullt af tívolítækjum.  Mér finnst nú aldrei leiðinlegt að gramsa í svona dóti en þar sem markaðurinn var haldin á svæði hestamanna hér í Horsens var drullan og ógeðið þvílíkt að eftir smá stund var ég og allir aðrir í fjölskyldunni orðin eitt drullusvað.  Við stoppuðum því ekki lengi á markaðnum í dag.

Icecream

 

Annað nýtt sem gerðist hjá okkur í dag er að Ísbíllinn kom í Mosann.  Mér skilst að hann komi á hverjum sunnudegi rétt fyrir kvöldmat.  Ísbíllinn er hluti að menningu Dana og reyndar flestra norðurlandabúa.  Það fer ekki fram hjá neinum þegar ísbíllinn kemur i hverfið, hann er með þvílíkar bjöllur til að minna á sig.  Strákarnir voru þvílíkt spenntir yfir því að fá ísbílinn í hverfið okkar, við eigum örugglega einhverntímann eftir að hlaupa út þegar hann lætur sjá sig hjá okkur.

 

 

 

 

 

 

Ein hugleiðing að lokum.... ég gæti verið í fullri vinnu hér við að lesa auglýsingablöðin sem hrynja ofan í póstkassan hjá okkur.  Ég losaði póstkassann í morgun og gæti giskað á að i honum hafi verið 30 - 40 auglýsingablöð frá búðunum hér í grenndinni.  Það eru meira að segja þykk auglýsingablöð frá landamærabúðunum í Þýskalandi.  Þvílíkt magn af ruslpósti.  Mér finnst ruslpósturinn svo sem ekkert mjög leiðinlegur og er búin að flétta þessum blöðum að miklum eldmóð í dag.  Sérstaklega fannst mér gaman að fá HM bæklinginn.   

Over and out

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ekki leiðinlegt að fá HM beint í æð

Ísbíllinn finnst mér ofsalega krúttlegur. Svona bíómyndardæmi.

Jóna Á. Gísladóttir, 29.7.2007 kl. 17:46

2 Smámynd: Rebbý

ísbíll kom reglulega við í bústaðnum hjá tengdó og krakkarnir hlupu út með látum þau heyrðu í bjöllum, en maðurinn í næsta bústað var líka með bjöllu á fjallareiðhjólinu sínu og var nú duglegur að láta heyra í sér og fá mis skemmtileg viðbrögð að launum

Haldið áfram að njóta þess að kynnast hverfinu og næsta nágrenni, ég fylgist spennt með

Rebbý, 29.7.2007 kl. 18:42

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Æ, þú hefur verið ringlað krútt í sturtuklefanum....!  Gaman að þessu öllu. Góðar kveðjur!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.7.2007 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 313103

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband