28.7.2007 | 18:33
Madsby legeparken
Frábær dagur að baki hjá okkur. Við keyrðum til borgar sem heitir Fredericia en sú borg er rétt við litla beltið. Akstur þangað tekur aðeins rúman hálftíma. Þar er stór garður fyrir börn á vegum borgarinnar sem heitir Madsby legeparken, þar sem fólk kemur með nesti með sér og þarf ekki að borga neitt fyrir að vera í garðinum. Þvílíkt hvað strákarnir skemmtu sér vel í dag, meira að segja Jón Ingi sagði að þetta hafi verið einn að skemmtilegri dögum sem hann hefur átt í Danmörku. Við eigum pottþétt eftir að fara þangað aftur með strákana, Emil fannst hrikalega skemmtilegt í bílunum og lestinni en stóru strákarnir skemmtu sér konunglega í þrautabraut Tarsans. Ég setti inn fullt af myndum í albúm sem heitir Madsby legeparken.
Ég verð að segja ykkur frá einu.... allir strákarnir mínir virðast enn vera soldið á kúk og piss aldrinum ennþá. Emil til að mynda er alveg ferlegur á klósettunum hér í Danmörku, hann hefur aldrei þurft eins oft að kúka eins og þessa daga sem við höfum verið hér. Ástæðan er sú að honum finnst svo gaman að sturta.. það eru nefnilega hægt að sturta niður á tvenna vegu, hálft sturt fyrir piss og heilt sturt fyrir kúk... og auðvitað vill hann fá að sturta heilu sturti.... ég veit, ég veit... of nákvæmar lýsingar en samt svo krúttlegt. Hvað stóru strákana mína varðar þá finnst þeim hrikalega fyndið að prumpa... á mörgum götum hér koma skilti þar sem sést hvað þú keyrir hratt og á þeims stendur á dönsku FART... sem þýðir auðvitað hraði en þeir kalla það að prumpa að farta.... þannig að þeir hlæja alltaf jafnmikið þegar við keyrum framhjá svona skiltum. Eins gott að þeir lesi ekki bloggið, þeir yrðu sjálfsagt ekki ánægðir með mömmu sína núna, en þetta er bara samt svo sætt líka:)
Biðjum að heilsa heim
Kolbrún og co
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 313103
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ Hæ Kolbrún. Sagt er að hláturinn lengi lífið svo það er gott að allir skemmti sér. Kveðja úr sólinni í Reykjavík.
Erla
Erla (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 20:32
Loksins komst ég á netið....sit hér í tómri og hreinni íbúðinni og borða McDonalds á stofugólfinu með fartölvuna í kjöltunni. Ekki víst að ég komist á netið næstu daga ef við afhendum í dag því ekkert netsamband er í Verkalýðsíbúðinni sem við gistum í:(
Æðislegar myndirnar af ykkur í skemmtigarðinum.....við eigum pottþétt eftir að fara þangað saman einhvern daginn:)
Takk fyrir að setja inn myndir af íbúðinni Kolla mín.....þú ert snillingur**
Biðjum að heilsa í bili,
Berta og co.
Berta María (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 12:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.