Óþjónustulundaðir Danir

Um daginn var ég stödd í bakaríi hér í Horsens.  Ég ætlaði að kaupa kókoskúlu fyrir Emil og eins og ég hef reynt frá því ég kom hingað, þá reyndi ég að gera mig skiljanlega á dönsku.  Ég las hvað stóð á miðanum hjá kókoskúlunum TRUFFLE og bað um það.  Þegar ég fæ pokann með kókoskúlunum frá afgreiðslukonunni sé ég strax að hún hefur ekki látið mig fá það sem ég bað um eða allavega taldi mig hafa beðið um.  Í pokanum voru jú einhverjar kúlur með súkkulaði utan um.  Ég segi við hana að ég hafi ætlað að fá TRUFFLE og hún segir að þetta séu TRUFFLE.  Ég gat ekki gefist upp þar sem Emil veit sko alveg nákvæmlega hvernig kókoskúlur líta út og hefði ekki sætt sig við neitt annað en það.  Ég fer því að borðinu og bendi á kókoskúlurnar sem ég vildi fá og spurði hvort ég mætti skipta yfir í þessar kúlur.  Svipurinn á afgreiðslukonunni var óborgarlegur, hún var orðin svo pirruð á mér, setti upp þvílíkan pirringssvip, tók pokann og henti honum á næsta borð.  Lét mig svo með þjósti hafa nýjar TRUFFLE.  Ekki laust við að ég hafi fengið smá móral yfir því að vera með svona vesen þar sem ég virkilega gerði afgreiðslukonunni grammt í geði.  

Mér hefur reyndar ekki almennt fundist Danir mjög þjónustulundaðir, þú þarft að bíða endalaust eftir þjónustu hér en við Íslendingar kunnum ekki að þurfa að bíða eftir öllum hlutum.  Ég er nú frekar óþolinmóð þannig að ég þarf þokkalega að fiska mig og velja mér það viðhorf að bíða bara róleg í röðinni, það kemur að mérSmile

 Við fjölskyldan höfum átt mjög rólegan dag í dag, tókum þvottadag á þetta.  Það er þvottahús hér rétt hjá og það er mjög skemmtileg upplifun að fara í þvottahúsið.  Ég hef aldrei áður farið á almennings þvottahús fyrr en hér og þetta er bara heimur útaf fyrir sig.  Í fyrra skiptið sem ég fór var þar eldri maður sem var allan tímann sem tók mig að þvo (2 1/2 klst), hann var ekkert að þvo heldur bara sat og fylgdist með, drakk bjór og reykti.  Í dag var þarna ung kona í svipað langan tíma með lítin son sinn með sér og hann lá á gólfinu allan tímann með einn bíl og lék sér....

Ég frétti það í dag að stórfjölskyldan er farin að bíða eftir bloggi dagsins á hverjum degi og nýjum myndum.  Ég tók nú ekki margar myndir í dag en setti nokkrar í albúmið.   

Emil í hjólatúr

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Takk í dag

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Rosalega ertu dugleg að blogga Kolla, vona ég verði jafn dugleg þegar ég er komin út, auðvitað nóg að segja frá ;)

Gaman að fylgjast með ykkur. Ég er að pakka á fullu og hlakka til að koma í kaffi til þín og fá þig í kaffi...

svo er það auðvitað árshátíðin!

Kristbjörg Þórisdóttir, 27.7.2007 kl. 18:27

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Það er mikil upplifun að kynnast nýjum siðum á erlendri grun. Mig langar næstum að flytja út aftur og upplifa þetta einu sinni enn..... Svo sammála þér um vöntun á þjónustulund Dana, gersamlega. Já, þvottahúsið getur orðið einn menningarheimur út af fyrir sig og svo eignastu örugglega einhverja þvottavini. Þetta er nú nett kósi, ha?

Já, Kidda mín, ég treysti á ykkur og Bertu með árshátíðina.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.7.2007 kl. 21:41

3 identicon

Hæ Kolbrún og fjölskylda. ´Gaman að fylgjast með hvernig gengur hjá ykkur . Ég kíki á bloggið á hverjum degi og skoða myndirnar. Hafið það sem allra best.

Kv Erla

Erla (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 22:05

4 identicon

Mér skilst að víða í heiminum sé hugsanháttur ríkjandi að verslunin þurfi á viðskiptavini að halda og því borgar sig að vera kurteis við ´hann.  Í Danmörku er hinsvegar sá hugsunarháttur að viðskiptavinurinn þarf á versluninni að halda og því skiptir ekki máli framkoman.  Hann þarf að koma aftur.

Veldu þér viðhorf Kolla, gerðu daginn eftirminnilegan fyrir afgreiðslumanninn, kannski með smá gríni eða leik og vertu til staðar til að veita honum það sem hann þarf.  Er þetta ekki lykillinn að öllum góðum samskiptum.

Þóroddur (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 00:54

5 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Bíddu bara þangað til einhver fer að þvo fötin sem þeir eru í???

Ingi Geir Hreinsson, 28.7.2007 kl. 09:44

6 identicon

Gaman að kíkja á blogg og myndir. Kær kveðja til allra. Allt gott að frétta hjá okkur. Til hamingju með húsið.

Kv, Gunna, Óskar og Erla Björg

Gunna, Óskar og Erla Björg (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 11:10

7 identicon

Gvöööð hvað ég hlakka til að koma út.....ekkert smá flott merking á póstkassanum, svona miðað við eftirnöfn þá er Hlynur bróðir minn en ekki sonur, hehe:)
Æðislegt að sjá svona margar myndir af ykkur, en eins og mér finnst gaman að skoða ykkur dúllurnar þá yrði ég alveg kampakát með nokkrar myndir af íbúðinni minni .....bara svona svo ég geti farið að skipuleggja í huganum innbúið...þú skilur Kolla mín:)

Þokkalega verður stefnt á árshátíð.....þú getur bókað það Guðný Anna

Sjáumst hress eftir akkúrat 2 vikur....er að þrífa íbúðina mína og afhendi á morgun ef allt gengur upp**

Berta María (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 313103

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband