Orð dagsins

Heil og sæl

Fullt af fréttum frá okkur í dag.  Við fórum til hans Bjarne í morgun en hann er umsjónarmaður yfir húsunum hér í Mosanum í Horsens.  Við fengum þær góðu fréttir að við erum búin að fá hús til leigu fyrir okkur frá 1. október.  Við munum búa í Ranunkelvej 28.  

Mynd af raðhúsalengjunni sem við munum flytja íVið erum mjög hamingjusöm með þetta, gott að þurfa ekki að vera húsnæðislaus og þurfa að búa hjá öðrum.

Mosinn í Horsens er stundum kallaður litla Reykjavík.  Það eru svo rosalega margir Íslendingar sem búa þar.  Mosinn er bara með raðhúsum sem eru öll eins og í Mosanum eru bara þrjár götur.  Mosinn er í úthverfi og er því öruggt hverfi þar sem allir þekkja alla.  Tildæmis er engin verslun í sjálfum Mosanum:)  En hér heyrist íslenskan mjög mikið, bæði í Mosanum og í verslunum í bænum.  Ég tildæmis næstum labbaði á Hálfdán (veggfóður og djúpa laugin) um daginn, ég vissi að ég kannaðist við kauða.  Hann er víst nýfluttur hingað út líka.

 

Hér er mynd af húsinu okkar í Ranunkelvej

 

 

Við fórum í morgun líka til Vejle en það er næsta bær við Horsens.  Í Vejle er Sjónstöðin en þar mun Hlynur vonandi fá vinnu fljótlega.  Við fórum á Sjónstöðina til að skoða hana en flestir starfsmenn þar eru í sumarfríi þannig að Hlynur fékk ekki að tala við neinn nema ritara þar.

Þetta er sjónstöðin í Vejle

 

 

Sjónstöðin í Vejle

 

 

 

 

 

 

Eftir hádegi í dag fórum við svo á Himmelbjerget en það risastóra fjall er í um 20 mín fjarlægð frá Horsens.  Það tók okkur alveg heilar 5 mínútur að ganga upp á toppinn en að mér skilst er fjallið um 147 metrar að hæð.  Upp á topp er svo stór turn sem við fórum upp í og útsýnið úr turninum var alveg hreint frábært.  Emil litla fannst eins og hann væri kominn í kastala og var heldur betur sæll með ferðina í dag, ekki spillti fyrir að hann fann leikvöll á fjallinu og fékk þar góða útrás fyrir alla orkuna sína.

Það eru komnar fullt af myndum í nýtt albúm sem heitir himmelbjerget.

 

Aðeins meira af dönum:

Mér finnst mjög merkilegt að fara í matvörubúðirnar hérna í Danmörku.  Það kostar 10 kr danskar að fá kerru en maður fær krónurnar sínar endurgreiddar þegar maður skilar kerrunni.  Þetta er mjög sniðugt fyrirkomulag því að fyrir vikið þá eru engar kerrur um öll bílastæði og þvi engin hætta á því að kerrur sem skildar eru eftir í reiðuleysi eyðileggji bíla.  Þetta mætti svo sannarlega taka upp í meira mæli á Íslandi.  

Svo eru það tilboðin... þau eru alger frumskógur fyrir mér.  Maður þarf að vera mjög vel vakandi fyrir þessum tilboðum en það eru tilboð á hverjum degi á mjög mörgum vörum.  Oftast eru tilboðin þannig að þú færð einn pakka á einhverjar x krónur en ef þú tekur tvo pakka af sömu vöru borgar þú minna fyrir pakka númer tvö.  Dæmi:  í Bilka er hægt að kaupa stóra pizzu (örugglega 18 tommur) á 65 kr danskar, en ef þú kaupir tvær pizzur borgar þú 80 kr.  Þú færð semsagt seinni pizzuna á 15 kr.  Svona eru mjög mörg tilboð hér í búðunum og á mjög mörgum hlutum.  Meira að segja kjötið er selt á svona tilboðum.  Í dag sá ég tildæmis Gordon Bleu í 800 gr pokum og kostaði pokinn af þessu rúmar 30 kr danskar, en tilboðið var 4 pakkar á 90 kr.  Þannig að ef maður tekur mikið magn er maður oft að fá mikinn afslátt... ekki það að ég vilji borða Gordon Bleu í allar máltíðir hehe.. en ég er að reyna að koma þessu frá mér á mannamáli.

Ein mynd af okkur fjölskyldunni í turninum á Himmelbjerget, endilega kíkið á allar hinar myndinar.

Fjölskyldumynd upp í turninum á Himmelbjerget

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nótt Nótt

Kolbrún og co 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

Bið að heilsa Dána næst þegar þú hittir hann, ef þú nefnir mig með nafni og McD saman þá ætti hann að kveikja

Rebbý, 26.7.2007 kl. 21:23

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Til hamingju með Mosahúsið og alla þessa upplifun! Gaman að fylgjast með ykkur.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 26.7.2007 kl. 21:43

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Takk fyrir pistil. Segi eins og Guðný, frábært að fá að fylgjast með.

Jóna Á. Gísladóttir, 26.7.2007 kl. 21:51

4 identicon

Þrátt fyrir að það hafi verið pínu spennandi tilhugsun að búa með ykkur í "combó" þá er ég voða glöð að þið skylduð fá íbúðina í Mosanum:) Ótrúlegt hvað allt ætlar að ganga upp hjá ykkur, algjör snilld:) Hér er allt í klessu.....kassar út um allt og allt komið úr skápum en samt gaman að hugsa til þess að við séum að fara að sofa seinustu nóttina okkar í Álfaborgunum!!
Hlökkum rosalega til að sjá ykkur eftir rúmlega 2 vikur. Endilega haldið áfram að setja inn myndir af ykkur, hrikalega gaman að fylgjast með ykkur.

Berta María (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 313103

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband