Kristjanía í Kaupmannahöfn

Við fjölskyldan urðum vitni af kröftugum mótmælum hér á Vesterbrogade í dag.  Mjög fjölmenn skrúðganga með heavy metal tónlist á fullum styrk fór hér framhjá með miklum látum.  Í skrúðgöngunni var að finna fólk sem rauða hanakamba, græna hanakamba, fólk í litskrúðugum og rifnum fatnaði og all flestir voru með bjór í hendi.  Kröfuspjöld voru á lofti sem stóð á tildæmis FUCK THE LAW og fleira í þeim dúr.  Um var að ræða skrúðgöngu til að mótmæla því að eitthvert hús í Kristjaníu hafi verið rifið og hafa þeir sem voru í skrúðgöngunni sjálfsagt margir hverjir tilheyrt Kristjaníugenginu.  Mjög skrýtið að upplifa þetta svona sjálfur en ég horfði á þetta allt út um stofugluggann hjá mér.

 

Annars höfum við átt góðan dag í dag.  Við fórum í verslunarmiðstöð sem er sú stærsta í allri Skandinavíu og heitir Fields.  Það missti sig engin í kaupæði enda vorum við nú mest að skoða okkur um þarna.  Emil hefði svosem alveg getað misst sig í leikfangabúðinni Toysrus en það var alger paradís fyrir hann að fá að skoða hana.  Okkur hinum í fjölskyldunni fannst meira gaman að skoða okkur um í Bilka, en það er svona eins og lítið Wal-mart.

Þetta var eins og að komast í paradís fyrir litla EMil

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á morgun kveðjum við svo Kaupmannahöfn og höldum til Horsens.  Við munum eyða deginum á morgun í að hitta Íslendinga í Horsens sem eru svo frábærir að vilja aðstoða okkur við að koma okkur fyrir.  Við erum hreinlega búin að fá allt lánað sem okkur vantar, dýnur, sjónvarp, ferðarúm fyrir Emil, kaffikönnu, garðhúsgögn ... name it:)   Það er frábært að fólk sem þekkir okkur ekki neitt sé svona viljugt að hjálpa í svona millibilsástandi.  

Það eru enn á ný slatti af nýjum myndum í albúmi sem heitir fields.

Har det bra

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áfram Bilka!!!! Ég held að hún eigi eftir að verða besta vinkona mín í Horsens, hehe:)

Berta María (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 15:26

2 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Hvað er þetta með kallinn þinn, það er ekki hægt að fara með hann út fyrir landsteinana þá er hann bara spítalamatur?
Ef það er ekki ginið þá greinilega grípa klaufarnar í taumana. Þetta er bara svakalegt. Vonandi samt að öðru leyti allt í lagi.

Kv, IGH

Ingi Geir Hreinsson, 20.7.2007 kl. 16:15

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég hefði sko misst mig í kaupæði, það get ég sagt þér.

Jóna Á. Gísladóttir, 21.7.2007 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 313103

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband