Klukk

Ég var klukkuð - tvisvar.  Það voru þau Ingi Geir mágur minn og Guðný Anna samstarfsfélagi sem klukkuðu mig.

 

Ég er svo sein að svara þessu klukki að ég held hreinlega að það séu allir búnir að fá klukk, þannig að ég klukka bara engan á móti.  Engu að síður tók ég þessari áskorun:

*  Ég er hrikalega stjórnsöm/ráðrík, mér hreinlega líður ílla ef ég fæ ekki að ráða

*  Ég er með söfnunaráráttu ... ég safna öllu mögulegu en fjölskyldunni finnst undarlegast að horfa á stóra SVÍNA safnið mitt

*  Ég elska að hlusta á Björgvin Halldórsson, Bubba, Brimkló, Dr Hook og Cat Stewens... uppáhöldin mín

*  Ég er uppalin á sveitabæ vestur í Dalasýslu... byrjaði mína skólagöngu á heimavistarskóla á Laugum í Sælingsdal

*  Ég er mikil félagsvera ...  ég hreinlega fúnkera ekki ef ég hef ekki fólk í kringum mig... þessvegna líður mér alltaf vel að vera með marga gesti

*  Ég er stundum alveg hrikalega móðursjúk og er með sífelldar áhyggjur af börnunum mínum (ég veit, ekki hollt)

*  Ég er tvígift (sama manninum)

*  Ég er mjög metnaðarfull... hef alltaf þurft að fá háar einkunnir í skóla og lesið þar til ég kann efnið næstum því utanbókar.  Hefur skilað mér nokkrum verðlaunum við skólalok.  Ég er líka með ákveðna fullkomnunaráráttu þegar ég er í vinnunni minni.

 

Svo mörg voru þau orð

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

 frábært!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.7.2007 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 313103

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband