Danmörk heilsar

Heil og sæl,

Frúin heilsar frá Kaupmannahöfn, Vesterbrogade.  Fengum óvænt þráðlaust net, sjálfsagt í gegnum einhvern annan í húsinu sem við búum í, en hehe okkar gróði.

Ég sit hér í stofunni okkar á Vesterbrogade, sólbrunnin með sviða.  Við tókum góða veðrið með okkur til Danmerkur og höfum verið hér allan tímann í glaðasól.  Við höfum það alveg hrikalega gott hér, búin að skoða alveg helling, hafmeyjuna, Amaliuborg, Dýragarðurinn, Fiskitorvet, Strikið og fleira.  Við eigum enn eftir að vera hér í þrjá daga þannig að það er nóg eftir áður en við förum til Horsens.  Kvöldunum höfum við eytt við spilamennsku fjölskyldan.  Pabbinn sagði í dag að það væru þrír hlutir sem væru alveg á hreinu, vatnið er blautt, sólin er heit og mamma vinnur alltaf í Monopoly.  

Við erum vonandi búin að ljúka sjúkrahúsferð eiginmannsins í þessari ferð.  Hann hefur verið að drepast í fætinum og var því ekkert annað í stöðunni í morgun en að fara með hann á sjúkrahúsið (sem heitir Skadestuen).  Þar máttum við bíða í meira en tvo klukkutíma eftir þjónustu og það tók læknana heilan einn og hálfan tíma að skoða kallinn og gefa honum sýklalyf.  Hann er komin með sýkingu í fótinn og þarf að fara í aðgerð þegar við komum til Horsens.  En það er ekki séns að við fjölskyldan náum að heimsækja nýjar slóðir án þess að hann þurfi að komast allavega einu sinni á sjukrahúsið, hehe. 

Á morgun er ferðinni heitið til Svíþjóðar, ég hlakka mikið til þess.

 

Flottir feðgar í Amaliuborg

 

 

 

 

 

 

 

 

En nokkrar hugleiðingar um Dani hér í lokinn:

Það kemur mér hrikalega á óvart hversu miklir reykingarmenn Danir eru.  Hér er reykt allsstaðar hreinlega og það virðast allir reykja.  Mér fannst mjög skrýtið í hádegiu í dag þegar við vorum á frekar fínum pizzustað að allir kokkarnir og þjónarnir sátu saman út í sal og reyktu yfir okkur.  Það er langt síðan svona hlutir sáust á Íslandinu og þótt mér finnist smókurinn góður, þá var ég ekki alveg að fíla þetta hjá Dananum.

Hjólamenningin er svo annað.... hér virðast allir vera á hjólum, hvort sem er unglingar eða fínt fólk í einkennisbúningum.  Engin er á einhverjum svaka flottum hjólum, bara gömlum ræflum og flestir með svona körfu framan á hjólinu.  Það eru sér hjólastígar allsstaðar en það vekur undrun mína að ég hef ekki séð neina (jú einn krakka í gær) með hjálm... það virðist ekki vera hluti af hjólamenningunni að vera með hjálma.

Ég get haldið áfram.... Danir virðast ekki leggja mikið upp úr því að búa í almennilegum húsum, þvííkt brak og brestir í húsunum... ég er núna að reyna að æfa mig að ganga á nöglunum, þá brakar minna hehe..... eins kemur það mér á óvart að allar vatnslagnir eru lagðar utan á.  Í íbúðinni sem við erum í er tildæmis alveg ný eldhúsinnrétting en gömlu ljótu vatnslagnirnar eru enn utan á fínu innréttingunni.

Svo eru það gluggarnir á húsunum hér.  Þeir eru ekki beint barnvænir.  Þeir eru í lágri hæð en þeir eru svo háir að hvert einasta mannsbarn myndi geta stokkið niður um þá.  Við erum dauðhrædd við þessa glugga hér vegna Emils og ekki séns að við getum haft neinn glugga opin hér á daginn... hvað ætli mörg börn í Danmörku hafi hent sér niður um svona glugga??? 

Ég held áfram næstu daga að segja ykkur sögur frá Danmörkunni.  Ég setti inn slatta af nýjum myndum í albúm merkt Danmark 1.  Myndavélin brást mér í Dýragarðinum, ég tók fullt af myndum þar en svo kom bara eitthvað error í minniskortinu og allar myndir ónýtar... fúlt. 

 

Out í kvöld

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

Snilldin ein hjá bóndanum, en gengur vonandi vel að redda hlutunum í Horsens
Hlakka til að heyra meira af ferðum ykkar og þið takið ykkur vel út á myndum

Rebbý, 16.7.2007 kl. 21:02

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Alveg brill, Kolla mín, gangi ykkur vel í einu og öllu. Ég er forvitin varðandi það, hvað þér finnst um lunderni og samskiptamáta Dana, svona þegar þú ferð að þekkja þá betur. Ég á danska fjölskyldu (er einn fjórði Dani....) og hef verið mikið í Danmörku. Systir mín býr þar og öll hennar fjölskylda. Veit hvað þú ert að meina með húsin og fráganginn. Ekki alveg eftir íslenskum kokkabókum. En semsé, gangi ykkur æðislega vel og hafið það hyggeligt!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.7.2007 kl. 21:42

3 identicon

Blessuð Kolla, gaman að heyra af ykkur, hafið það rosalega gott. Náum vonandi að sjást þegar þú kemur aftur. Kveðja Dóra

Dóra Heiða Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 15:32

4 identicon

Gvöööð hvað það er gaman að heyra loksins frá ykkur:)
Hlynur er nú alveg met með þessar spítalaferðir sínar!!! Vonandi verður hann orðinn góður þegar við hittumst :)
Hlökkum þvílíkt til að sjá ykkur....bara rúmlega 3 vikur þangað til!!
Knús knús þangað til,
Berta og co.
P.s. netið er komið á Engblommevejen þannig að þið getið bloggað fullt þegar þið komið þangað**

Berta María (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 94
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband