12.8.2006 | 23:09
GRAND!!!!!!
Nýjasta tómstundagaman fjölskyldunnar er að spila. Ég hef svo sem getið þess hér í blogginu að við höfum verið að spila saman hin ýmsu spil, svo sem Trivial og Monopoly og haft gaman af. Við hjónin ákváðum að kenna strákunum að spila vist. Það hefur gengið svona ljómandi vel... að vísu finnst þeim svo gaman að segja eitthvað að annarhvor segir yfirleitt eitthvað, stundum er unnið og stundum er tap... en það er bara gaman. Í kvöld erum við búin að spila í tvo klukkutíma við mikinn fögnuð, sumir kannski aðeins tapsárir... hmmm nefnum engin nöfn.
Ég sjálf þarf að taka á honum stóra mínum til að kenna strákunum mínum þetta stórskemmtilega spil.... því ég sjálf er svo rosalega mikil keppnismanneskja. Þegar ég var að alast upp spiluðum við fjölskyldan oft vist saman og ég vildi aldrei spila nema ég fengi að spila með pabba.... ég vissi að hann er jafnmikill keppnismaður og ég og hvorugt okkar vildi tapa.... enda unnum við alltaf:) allavega oftast. Hlynur er líka alinn upp við að það var spiluð vist á hans heimili.... reyndar var hann í þeirri aðstöðu að vera þriðja barnið á heimilinu sem fékk oftast bara að fylgjast með en eldri bræður hans fengu að spila. En á heimili Hlyns giltu aðrar reglur en giltu á mínu heimili, hjá honum mátti nefnilega lauma tveimur spilum í hálfa og einu spili í heila.... það mátti aldrei hjá mér, annaðhvort varstu með nægilega góð spil til að taka sénsinn eða slepptir því og gast ekki treyst á mótspilarann að láta þig hafa tvö góð spil og losa þig í leiðinni við verstu spilin þín. Við fjölskyldan höfum nú tekið upp venjur tengdaforeldra minna og það má lauma.... gerir spilið að vissu leyti skemmtilegra því þú getur svo miklu oftar sagt hálfa, hehe....
veit ekkert hvort einhver skilji mig... en allavega grand, nóló, heila, hálfa, litur... það var málið í kvöld hjá okkur.
Eigið góða helgi
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 9
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 313060
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég ólst líka upp við að meiga lauma líkt og Hlynur, man eftir því að stundum fékk maður spil sem maður vildi alls ekki t.d ef maður var ren í einhverri sort..Tek undir að það er gaman aða spila,spurning hvort ég fari að kenna mínum tveimur vist. Kveðja Dóra
Dóra Heiða Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2006 kl. 19:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.