Aldrei að segja Aldrei

skodi

Ef þú vilt lífsins njóta

þá keyptu þér Skóda

Það er bara til bóta

Að hafa þá ljóta

 

Jæja, nú er frúin sem sagt komin á Skóda.  Aldrei í lífinu ætlaði ég að kaupa mér Skóda, enda hef ég undanfarin ár verið mest dekruð þegar kemur að bílum.  En í dag keypti ég mér Skóda Oktavía, við seldum flottu bílana okkar tvo og eigum nú bara einn Skóda en engin bílalán:)  Ég er bara mjög hamingjusöm með Skódann og ætlum við að taka hann með okkur til Danmerkur.... 

Ég kasta kveðju á mannskapinn, farin til Danmark

Hilsen

Kolbrún


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hafðu það gott, kæra Kolbrún, missti af þér í dag! 

Klukka þig hér með, bimmsalabimm, þú átt að skrifa átta staðreyndir um sjálfa þig á bloggsíðuna þína og klukka svo átta aðra bloggara. Getur vitleysan orðið meiri?

Sé þig svo síðar....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.7.2007 kl. 23:03

2 Smámynd: Rebbý

elsku vinir - góða skemmtun og njótið lífsins í Danmörkunni
hlakka til að heyra sögur af hvernig gangi hjá ykkur næstu árin

Rebbý, 12.7.2007 kl. 23:08

3 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Það gall í eyrum í barnæsku, þegar fjölskyldan var á hverjum tékkneska eðalvagninum á fætur öðrum:
Skódi ljóti
spýtir grjóti
drífur ekkert
upp í móti.

Ég veit ekki hvaða unga ljóðskáld þetta var en ég man þetta enn.

Ingi Geir Hreinsson, 13.7.2007 kl. 17:16

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Bestu kveðjur til ykkar og óskir um velfarnað í landi Möggu Þórhildar!

En haha, víst lítil hætta á "uppímótiveseni" með Skodan þarna, afskaplega lítið um hæðir og hóla, hvað þá brekkur! En druslustimpillinn fyrir löngu farin af þessari bílategund, ef ég man rétt komu Volkswagen eða einhverjir inn í framleiðsluna. Octavia í dag hinn ágætasti bíll!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.7.2007 kl. 14:29

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég á mömmu sem býr í Danmörku... og ég bý í Svíþjóð. Og þú hugsar ábyggilega: Hvað með það?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.7.2007 kl. 23:37

6 identicon

Heirðu ég ættlaði bara að reyna að koma því á framfarir að Jón Ingi er greynilega ekki skráður á msn og bara það að ég ákvað að skryfa það hér þar sem hann hevur ekki skryfað á sína síðu í heila eilífð.  En nú ættla ég að hætta að leika mér með litina og ég sendi honum e-mail.

Birgir (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 94
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband