Síðasta helgi

Síðasta helgi var alveg hreint frábær. 

Við eyddum föstudagskvöldinu með góðum vinum, þeim Gunnu og Óskari og Erlu.  Borðuðum grillaðan mat og vorum saman langt fram á kvöld.  Það er alltaf svo gaman að hitta þau hjónin:)

Gunna og Óskar

Á laugardagsmorgunin brunuðum við hjónin svo á Húsavík til að vera með Bertu og Ragga á brúðkaupsdaginn.  Það var æðislegur dagur.  Við stoppuðum aðeins á Akureyri því frúin vildi svo gjarnan heimsækja jólahúsið þar.  Þetta er það allra flottasta jólahús sem ég hef á ævi minni séð og ef ég hefði ótakmarkaða heimild á vísa kortið mitt væri ég ekki lengi að nota hana á þessum stað.  Ég skoðaði hreinlega allt þarna en duglega ég keypti ekki neitt, mér fannst það hreinlega ekki við hæfi að versla jólavörur um hásumar.

Við hjónin brugðum okkur í gervi jólasveinanna í jólahúsinu og hafði ég mikið gaman af... hmmm veit ekki alveg með Hyn

Við hjónin í Jólahúsinu á Akureyri

Brúðkaup Bertu og Ragga var æðislegt... falleg afhöfn, æðislegur matur og skemmtileg skemmtiatriði langt fram á kvöld.  Ég hef nú alltaf vitað að hún Berta mín væri lagleg, en omg hvað hún var falleg á brúðkaupsdaginn.  Ég tók fullt af myndum í brúðkaupinu

Flottu brúðhjónin Berta og Raggi  Þau voru svo æðisleg

Ég og Berta  Hlynur og Raggi

Við stóðumst það ekki á Húsavík að kíkja aðeins á Reðursafnið, fórum reyndar ekki inn á sjálft safnið en það var svo sem nóg að sjá fyrir utan... hehe

Reðursafnið á Húsavík

 

Það eru fleiri myndir í albúmi, merkt helgin

Out Kolbrún


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Kolla og Hlynur....

Takk fyrir að keyra alla leið norður í brúðkaupið okkar...það hefði ekki verið eins án ykkar.  Þið eruð yndisleg**

Knús, knús,
sú nýgifta:)

Berta María Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 00:18

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Berta til hamingju.

Jóna Á. Gísladóttir, 12.7.2007 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 108
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband