9.7.2007 | 23:17
Síðasta helgi
Síðasta helgi var alveg hreint frábær.
Við eyddum föstudagskvöldinu með góðum vinum, þeim Gunnu og Óskari og Erlu. Borðuðum grillaðan mat og vorum saman langt fram á kvöld. Það er alltaf svo gaman að hitta þau hjónin:)
Á laugardagsmorgunin brunuðum við hjónin svo á Húsavík til að vera með Bertu og Ragga á brúðkaupsdaginn. Það var æðislegur dagur. Við stoppuðum aðeins á Akureyri því frúin vildi svo gjarnan heimsækja jólahúsið þar. Þetta er það allra flottasta jólahús sem ég hef á ævi minni séð og ef ég hefði ótakmarkaða heimild á vísa kortið mitt væri ég ekki lengi að nota hana á þessum stað. Ég skoðaði hreinlega allt þarna en duglega ég keypti ekki neitt, mér fannst það hreinlega ekki við hæfi að versla jólavörur um hásumar.
Við hjónin brugðum okkur í gervi jólasveinanna í jólahúsinu og hafði ég mikið gaman af... hmmm veit ekki alveg með Hyn
Brúðkaup Bertu og Ragga var æðislegt... falleg afhöfn, æðislegur matur og skemmtileg skemmtiatriði langt fram á kvöld. Ég hef nú alltaf vitað að hún Berta mín væri lagleg, en omg hvað hún var falleg á brúðkaupsdaginn. Ég tók fullt af myndum í brúðkaupinu
Við stóðumst það ekki á Húsavík að kíkja aðeins á Reðursafnið, fórum reyndar ekki inn á sjálft safnið en það var svo sem nóg að sjá fyrir utan... hehe
Það eru fleiri myndir í albúmi, merkt helgin
Out Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Kolla og Hlynur....
Takk fyrir að keyra alla leið norður í brúðkaupið okkar...það hefði ekki verið eins án ykkar. Þið eruð yndisleg**
Knús, knús,
sú nýgifta:)
Berta María Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 00:18
Berta til hamingju.
Jóna Á. Gísladóttir, 12.7.2007 kl. 00:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.