8.7.2007 | 19:00
Hefur átt huga minn í allan dag
Við hjónin vorum fyrir norðan um helgina og lögðum af stað snemma í morgun til Reykjavíkur. Við ókum fram á þetta slys í morgun. Um tíma var Öxnadalsheiðinni lokað og við vorum í þeirri bílaröð sem beið þess að vegurinn yrði opnaður. Þegar ég sá brakið af bílnum og dót sem sennilega hefur kastast úr bílnum í hlíðinni fékk ég hnút í magann sem hefur ekki farið í allan dag. Ég vissi ekki þarna að þetta hafi verið banaslys þótt mig hafi grunað það, heyrði um það svo í hádegisfréttunum. Ég hef hugsað til aðstandenda þess látna í allan dag, þau eiga alla mína samúð. Það er hræðileg reynsla að keyra fram á svona slys, keyrum varlega.
Kolbrún out
Banaslys í Norðurárdal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
- Jonginn
- Hafsteinn Hlynsson
- Berta María Hreinsdóttir
- Ragnar Hermannsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Guðmundur Þór Jónsson
- Ingi Geir Hreinsson
- Helga Jónsdóttir
- Rebbý
- Ferðablogg
- Sandra
- Tómas Ingi Adolfsson
- Anna Gísladóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Vilborg
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Jorge Eduardo Montalvo Morales
- Magnús Helgi Björgvinsson
- .
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Aþena Marey
- Brynja Sól
- Árni Birgisson
- Dofri Örn
- Mamma
- Bríet
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Vilhjálmur Óli Valsson
- Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 108
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er full ástæða til að fara að öllu með gát. ég get ímyndað mér að svona sjón sitji í manni.
Jóna Á. Gísladóttir, 9.7.2007 kl. 00:48
Ég vil votta aðstandendum stráksins sem lést í þessu slysi mína dýpstu samúð. Ég skil það mjög vel Kolbrún að svona sjón skilji eftir hnút í maganum hjá þér, það er ekkert nema eðlilegt. Ég sjálfur er því miður búinn að upplifa að koma að ljótum slysum banaslysum. Ég kom að mjög ljótu banaslysi árið 2000 þar sem 3 einstaklingar dóu. Þar sá ég og upplifði hluti sem ég óska engum að þurfa að ganga í gegnum. Það slys og upplifun mín á því sat mjög illa eftir í mér og það að tók mig rúm 6 ár að ná að þurka alveg burt út úr hausnum á mér minninguna um þá sjón og atburðarrás sem ég upplifði þarna á slysstað. Ég varð svo vitni af einu af banaslysunum sem varð á sl. ári og kom mjög fljótt á slysstaðinn og þurfti að framkvæma frekar erfiða hluti áður en hjálp barst og sá tími virtist vera heil eilífð þó svo að það hafi varla verið lengri tími en 10-15 mínútur. Það slys sat samt alls ekki lengi í mér þar sem ég kunni þá betur að takast á við svona hluti eftir fyrri reynslu. En auðvitað er það mjög óskemmtilegt að lenda í svona aðstæðum og það getur setið lengi í manni. Kveðja,, gudni.is
gudni.is, 9.7.2007 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.