Við kveðjum nú brátt

Já við kveðjum nú brátt fjölskyldan og eftir rétt rúma viku verðum við lent í Kóngsins Köben.  Það er ótrúlega margt fólk sem okkur langar að hitta áður en við förum (vonandi langar alla til að hitta okkur líka hehe) en því miður náum við ekki að hitta alla sem við myndum vilja. 

Í kvöld vorum við með fjölskylduna okkar í mat... á morgun ætlum við að vera með Gunnu og Óskari og helginni ætlum við að eyða á Húsavík.  Það eru því ekki margir dagar sem við höfum á landinu okkar sem eru eftir.

Við buðum að sjálfsögðu upp á kjúkling í kvöld og sérstaklega var óskað eftir uppskriftinni... set hana hér, hingað kíkja flestir okkar vinir og ættingjar við.

BBQ Kjúklingur

5-6 kjúklingabringur

2 dl barbeque sósa (við notuðum honey mustard)

1 dl apríkósumarmelaði

1 dl soja sósa

100 gr smjörlíki

100 gr púðursykur

Bringurnar skornar í þrennt og settar í eldfast mót (ekki steiktar fyrst).  Sveppir, steikt beikon og rauð paprika sett ofan á bringurnar.  BBQ sósa, marmelaði, sojasósa, smjörlíki og púðursykur blandað saman í pott og hitað í nokkrar mínútur.  Bráðnaða gúmmelaðinu hellt  yfir bringurnar og sett inn í 180 gráðu heitan ofn í 50 mín.    Þegar nokkrar mínútur eru eftir er settur rifinn ostur yfir og bakað áfram.

Borið fram með hrísgrjónum og salati og brauði.

 

Set inn tvær myndir af þeim frændsystkinum sem voru teknar í kvöld.. öll voða mikið út í súkkulaði...

P7050010  Emil og Magnús - flottir frændur

P7050012  Edda vildi líka fá mynd af sér með frænda

 

Kolbrún out


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bloggið á engin landamæri, svo halda áfram að blogga.

Gangi þér og þínum vel í Baunaveldi

hilsen

Þóroddur (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 22:34

2 Smámynd: Helga Jónsdóttir

Takk fyrir ÆÐISLEGAN mat í kvöld.  Er sko búin að vista uppskriftina hjá mér í tölvunni og verð örugglega beðin um að elda þetta fljótlega.  Það fyrsta sem ég var spurð um þegar ég settist inn í bíl fyrir utan hjá þér áðan var það hvort ég hefði ekki örugglega fengið uppskriftina hjá þér (greinilega slegið í gegn hjá Þorgeiri líka).  Heyri í þér á morgun.

Helga Jónsdóttir, 5.7.2007 kl. 23:53

3 Smámynd: Rebbý

heppilegt að ég sé aldrei þessu vant búin að rekast á ykkur dag eftir dag nýlega

sé ykkur örugglega oftar í danaveldi heldur en hérna heima

gangi ykkur vel og vertu dugleg að blogga áfram  

Rebbý, 6.7.2007 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 108
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband