4.8.2006 | 22:20
amma mín heitin
Ég naut þeirra forréttinda að alast mikið til upp með ömmu minni og afa.... þau bjuggu í sama húsi og við fjölskyldan og var mikill samgangur á milli. Ég reyndar kunni ekki alltaf að meta það sem barn að hafa ömmu og afa í húsinu en þegar maður fullorðnast þá fer maður að meta hlutina á annan hátt.
Amma mín heitin skipaði stórann sess í mínu lífi í 34 ár. Amma var alltaf heima, hún átti alltaf kaffi og kökur.... hún elskaði að búa til kúmenkaffi og ég vissi alltaf að í læsta skápnum á ganginu leyndist eitthvað gott. Amma var alltaf til í að spila og hún kenndi mér mörg spil. Oftast spiluðum við marías og vorum með sérstaka bók sem við skráðum í stigin. Þegar ég svo eignaðist mína stráka kenndi hún þeim að spila. Því miður fékk hún ekki að kynnast litla Emil en hún kvaddi þennan heim þegar Emil var nýfæddur. Amma hafði mjög gaman af því að fá gesti og það var mjög gestkvæmt hjá henni. Allir sem komu til hennar skrifuðu í gestabókina hennar og átti hún orðið myndarlegt safn af útskrifuðum gestabókum. Hún byrjaði alltaf á því að segja manni hversu margir hefðu komið til hennar í heimsókn þann daginn, þegar maður kom til hennar og svo þuldi hún upp hverjir hefðu komið.
Það hefur verið afar gestkvæmt hjá okkur hjónum í þessari viku og ég var að ganni mínu að reikna út hve margir hefðu sótt okkur heim í vikunni. Talan er 24 manns....já, það er gott að eiga góða vini og fjölskyldu. Mér var hugsað til ömmu minnar þegar ég þuldi upp hverjir hefðu heimsótt okkur.... blessuð sé minning hennar.
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 313057
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kolbún mín, það besta í heiminum er að eiga góða ömmu. Ég átti líka góða ömmu sem bakaði lummur, söng yndislega og var alltaf kát. Á berskuárunum kom ég á hverjum degi til hennar og svo þegar ég var 15 ára flutti hún í húsið okkar.Ég skil vel um hvað þú ert að tala. Bestu kveðjur Jórunn
Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.8.2006 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.