Pakki Pakk

Það eru alveg hreint ótrúlega margir hlutir sem þarf að huga að þegar maður flytur á milli landa.  Ég hefði í raun ekki trúað því sjálf fyrr en ég fékk að kynnast því.  Við erum nú aðeins byrjuð að undirbúa flutning okkar til Danmerkur.  Það er af mörgu að taka og erum við rétt byrjuð að gera alla þá hluti sem þarf.  Strákarnir þurfa ný vegabréf, því var reddað í dag.  Ég þarf nýtt ökuskírteini, því var líka reddað í dag.  Heimsókn á Hagstofuna, jú þarf að hafa fæðingarvottorð barnanna og hjúskaparvottorð á dönsku, heimsókn í Samskip, það þarf jú að fá tilboð í gáminn og athuga hvað kostar að senda bílinn út.  Okkur reiknast til að það sé ódýrara að senda bílinn með Samskip heldur en að fara með Norrænu...við þurfum að leigja húsið, selja annan bílinn, redda okkur húsnæði í Danmörku, kaupa áskrift af Smart síma og ég gæti endalaust haldið áfram.  Við vorum reyndar svo óendanlega heppinn að komast í kynni við konu  í Danmörku sem heitir Sigrún Þormar og mun hún hjálpa okkur að fóta okkur aðeins í nýju landi.

Mesta vinna felst sennilega í því að pakka dótinu.  Ég er nú bara búin að búa í húsinu mínu í rúm þrjú ár og þvílíkt sem maður hefur sankað að sér á þessum árum.  Ég þarf þokkalega að lyfta grettistaki til að fara í gegnum allt dótið okkar.  Byrjunin var þó gerð í dag... fór í Kassagerðina og keypti eitt knippi af kössum, dugar sjálfsagt skammt.  Ég sannarlega vona að Sorpa verði góður vinur minn á næstu dögum, ég vona að ég hafi kjarkinn til að henda einhverju sem ég hef flutt á milli geymsla síðustu árin...

Ég ætla að kíkja í geymsluna mína í kvöld og tékka á stöðunni....

move_cartoon

Kolbrún out


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

henda, henda, henda - það er sárt en tekur snöggt af

gerði þetta þegar ég flutti inn núna, helmingurinn af dótinu fór ekki inn

Rebbý, 28.6.2007 kl. 22:46

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

tek undir henda henda henda henda. Allt þetta sem maður er að geyma og heldur að nýtist seinna meir... maður tekur ekki einu sinni eftir að það sé horfið.

Vera köld. henda henda henda henda.

takk fyrir okkur í morgun. Þetta var yndislegt. Ég barasta get ekki beðið eftir að sýna Ian pleisið.

Jóna Á. Gísladóttir, 29.6.2007 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 108
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband