Fékk bara kökk í hálsinn

Sáuð þið Magna í raunveruleikaþættinum í kvöld.... ég var reyndar búin að sjá þetta á netinu en horfði aftur í kvöld.   Það eru örugglega margir pabbar sem mættu taka Magna sér til fyrirmyndar, það er alveg frábært að sjá hvað honum þykir vænt um fjölskylduna sína.  Margir karlmenn vinna eins og skepnur og eyða engum tíma með fjölskyldunni sinni... ætli þeir séu nokkuð búnir að fatta að tíminn með börnunum er sá allra dýrmætasti og ætti að verðleggja hæst allra tíma sólarhringsins.  Það er vont ef fólk fattar það ekki fyrr en það er orðið of seint og börnin búin að vaxa úr grasi.  Við erum bara með börnin okkar í láni í x mörg ár og svo fara þau og lifa sínu lífi.... hvert ár er svo ótrúlega dýrmætt í lífi hvers barns og eitthvað sem engin foreldri ætti að missa af.... vá hvað ég er eitthvað orðin væmin hér.

Að öðru sjónvarpsglápi.... elsku maðurinn minn hefur alveg ótrúlega gaman af spennumyndum og hryllingi.... hann fékk mig til að horfa á mynd með sér í gærkvöldi.... 100 mínútur af hryllingi.... blóðþrýstingurinn alveg í botni og við bæði marin á höndum eftir gjörninginn..... raskaði meira að segja ró elsta sonar með því að öskra kröftuglega yfir myndinni einu sinni..... afhverju er ég að leggja þetta á mig..... eina hugsanlega skýringin sem ég hef í hendi akkúrat núna er sú að ég skemmti manninum mínum tvöfalt með því að horfa á svona með honum, því að hann hefur bæði gaman af myndinni og af mér....það eru ekki allir sem geta hlegið yfir hryllingsmynd.

Ætla að horfa á úrslitin í supernova

K


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband