Litli strákurinn minn er orðinn stór

Litli strákurinn minn hefur verið á frábærum leikskóla hér í Seljahverfinu.  Hann byrjaði á leikskólanum þegar hann var eins árs, á litlu deildinni og höfum við öll verið afskaplega ánægð með leikskólann og starfsfólkið.  Meira og minna sama starfsfólkið hefur unnið með honum frá því hann byrjaði þarna og skipulagið alveg til fyrirmyndar.  Það var rætt við okkur í foreldra viðtali fyrr á þessu ári að fyrirhugað væri að hann myndi skipta um deild á árinu og fara þá á eldri deildina.  Sjálf fékk ég smá kjaftshögg þegar deildarstjórinn fór að tala um þetta, ég veit hvað ég hafði en ekki hvað ég myndi fá.  Kannski að það leynist bara smá einhverfa í mér, mér er svo ílla við breytingar.  Ég vildi þó ekki vera taugaveiklaða móðirinn sem myndi taka þetta tækifæri frá litla stráknum mínum, tækifærinu að verða stór.

Litli strákurinn minn byrjaði á eldri deildinni í síðustu viku.  Ég hefði aldrei trúað því að það gæti verið svona mikill munur á milli tveggja deilda á sama leikskóla.  Ég veit ekki hvernig ég get orðað það pent... en allavega var ég mun ánægðari með gömlu deildina hans.  Kannski er þetta einhverfan í mér bara, ég þoli ekki þessar breytingar.  Ég á hreinlega erfitt með að skilja hann eftir á morgnana, hann á ekkert hólf og þarf að deila hólfi með öðru barni og það sem kannski fer mest í mig er að okkur foreldrunum var ekkert boðið að skoða nýju deildina og það var yfirhöfuð ekkert rætt við okkur.  Það hefur því komið í ljós að allar upplýsingar hafa ekki alveg skilað sér á milli deilda. 

Ég held að ég þurfi hreinlega að velja mér það viðhorf að nýja deildin hjá syni mínum sé jafngóð og sú gamla og jafnvel betri því hún gefur honum tækifæri til að þroskast enn meira....

Kolbrún out


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hrista af sér einhverfuna

Jóna Á. Gísladóttir, 28.6.2007 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 108
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband