Börnin okkar í lausu lofti

Skólarnir á Íslandi starfa í mun styttri tíma yfir árið en skólar í öðrum löndum, allavega heldur en í mörgum öðrum löndum.  Algengt er að skólabörn fái 6 vikna frí á sumrin í öðrum löndum, á Íslandi eru börnin í fríi frá byrjun júní til lok ágúst.  Við hjónin erum stundum í stökustu vandræðum með okkar stóru stráka í þessu langa fríi.  Þeir eru komnir á þann aldur að þeir vilja ekki fara á leikjanámskeið, finnst það vera fyrir lítil börn en eru samt eiginlega of ungir til að hugsa um sig sjálfir á meðan við foreldrarnir erum að vinna.  Við eigum jú ekki sumarfrí til að dekka svona langan tíma.  Ég á sem betur fer góða að þannig að það væsir ekki um börnin mín, en ég veit um marga sem eru hreinlega að raða saman pússluspili allt sumarið.  Ég velti fyrir mér hvort þessi staða mála sé virkilega það sem við viljum fyrir börnin okkar.  Væri ekki betra að hafa skólann lengri og sumarfríið styttra og sumarfríið yrði þá notað til að fjölskyldan gæti verið saman? 

Maðurinn minn fer í frí á föstudaginn og þá er okkar vandræðum lokið þetta sumarið.  Elsti sonur er reyndar búin að vera að smíða kofa í sumar upp í Breiðholtsskóla og finnst það mjög spennandi, ræðir við mig um sandpappír, langa nagla, naglhreinsun og parketlagnir,  hehe.  Næsta sumar detta þeir svo inn í 6 vikna regluna þar sem þeir verða þá búsettir í Danaveldinu.

Smá púst fyrir nóttina

Nótt Nótt

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Væri ekki betra að hafa skólann lengri og sumarfríið styttra og sumarfríið yrði þá notað til að fjölskyldan gæti verið saman? "

Þannig spyrð þú Kolla mín. En oft gæti það gerst að hið stutta frí barnana væri á öðrum tíma en frí foreldrana.  Margir vinnustaðir loka ekki og starfsfólk þarf að skiptast á að fara í frí og allir eru þar undir sömu kvaðir og réttindi og ekki fá foreldrar alltaf besta tímann á sumrinu. ( Við hin barnlausu eigum líka rétt á sumarfríi og ekki bara þeim tíma sem aðrir vilja ekki)  Þannig að ekki yrði víst að samverustundir verði fleiri hjá fjölskyldunni og jafnvel enn meiri pirringur hjá foreldrum í fríi meðan börnin eru í skólanum.

Þóroddur (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 19:57

2 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Sæll Þóroddur,

Jú kannski yrði það líka erfitt fyrir margar fjölskyldur að stytta fríið í skólanum og auðvitað hef ég fullan skilning á því að það getur ekki allt barnafólk farið á frí á sama tíma í þjóðfélaginu.  En svona hugsanir koma samt upp í hugan hjá fólki með börn á skólaaldri þegar maður er með dúndrandi samviskubit yfir að barnið sé búið að spila tölvuleik lengur en góðu hófi gegnir, því að mamma og pabbi eru að vinna.

Kolbrún Jónsdóttir, 26.6.2007 kl. 20:24

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég er í sömu stöðu með Gelgjuna. Hún er ein heima allan daginn og maður er með nagandi samviskubit. Er samt svo heppin að hún á góða vinkonu í sömu sporum sem þó á eldri systkini svo þær skottast saman undir ''semi-eftirliti''.

Jóna Á. Gísladóttir, 27.6.2007 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 108
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband