24.6.2007 | 20:14
Hversu oft getur barn þurft að pissa á 90 mínútum?
I guess að barn þurfi kannski að fara einu sinni á klósett á 90 mínútum. En minn yngsti sonur toppaði sjálfan sig í dag hvað varðar klósettferðir. Ég fór með strákana mína í bíó í dag að sjá nýjustu SHREK myndina. Mikill spenningur var fyrir bíóferðinni, sérstaklega hjá yngsta syni. Spennan náði hámarki í sælgætissölu bíósins þegar ég keypti handa honum SHREK peskall, sá var ekki lítið ánægður. Við settumst svo inn í salinn, kannski korteri áður en myndin byrjaði. Yngsti sonur tilkynnti mér það formlega þegar hann var sestur að hann yrði sko að láta mig vita ef hann þyrfti á klósettið. Já Já sagði ég, en benti honum jafnframt á að hann gæti haldið í sér fram að hléi í bíó. Það liðu 2 mínútur max, þá heyrist í þeim yngsta... ÉG ÞARF AÐ PISSA. Ok, gott að þetta kom áður en myndin byrjaði hugsaði ég og dreif mig með sonin á klósettið. Hann eyddi mun lengri tíma við handþvott og sjálfvirku handþurrkuna heldur en á klósettinu en við komumst þó aftur í sætin okkar áður en myndin byrjaði. Myndin var rétt byrjuð þegar hann galar aftur... ÉG ÞARF AÐ PISSA. Ég sussaði bara á hann, enda var barnið ný búið að pissa, en allt kom fyrir ekki, ég mátti láta hálfa sætaröð standa upp fyrir okkur og fara með hann aftur á klósettið. Enn eyddi hann miklum tíma fyrir framan sjálfvirku handþurrkuna. Nú hélt ég að ég væri seif fram að hléi, en nei.... kannski 20 mín seinna galar yngsti sonur Ég ÞARF AÐ PISSA.... og hann gaf sig ekki neitt með það. Enn þurfti ég að láta hálfa sætarröðina standa upp og kom yngsta syni á klósettið þar sem hann gat með mikilli fyrirhöfn kreyst nokkra dropa.... en trúið mér, hann þurfti að nota handþurruna sjálfvirku í mun lengri tíma. Við settumst enn á ný inn í salinn og um leið og hann sest niður, þá galar hann ÉG ÞARF AÐ KÚKA.... arggggg
Set inn mynd af yngsta syni á leiðinni í bíó í dag...
Trúið mér, ég hló ekki að þessarri atburðarrás í dag, jafnvel þótt ég geti hlegið á eftir á.
out
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
- Jonginn
- Hafsteinn Hlynsson
- Berta María Hreinsdóttir
- Ragnar Hermannsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Guðmundur Þór Jónsson
- Ingi Geir Hreinsson
- Helga Jónsdóttir
- Rebbý
- Ferðablogg
- Sandra
- Tómas Ingi Adolfsson
- Anna Gísladóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Vilborg
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Jorge Eduardo Montalvo Morales
- Magnús Helgi Björgvinsson
- .
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Aþena Marey
- Brynja Sól
- Árni Birgisson
- Dofri Örn
- Mamma
- Bríet
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Vilhjálmur Óli Valsson
- Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 256
- Frá upphafi: 311871
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hahahahahaha... spurning hvort handþurrkan hafi heillað svona svakalega.
Jóna Á. Gísladóttir, 25.6.2007 kl. 12:30
Það er naumast hvað þessi handþurka var spennandi, haha. Hún hlýtur að hafa verið flott fyrst hún var meira spennandi en myndin.
Kristjana Jónsdóttir (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.