Gamaldags ég

Ég fór á vídeóleigu í kvöld.  Það gerist ekki oft að ég fari sjálf til að leigja mynd fyrir mig og ektamanninn en hann sendi mig í kvöld á leigu og sagði mér að ég mætti bara leigja það sem mig langaði að horfa á.  Hann myndi horfa með mér svo framarlega að ég myndi kaupa nóakropp fyrir hann.  Ég fór á Vídeóheima og fann mjög fljótlega mynd sem mig hefur lengi langað að sjá, Holyday með Jude Law og Cameron Diaz.  Miðsonur minn var með mér á leigunni og fór að skellihlæja þegar hann sá hvaða mynd ég hafði valið.  Hann sagði að ég fengið aldrei pabbann á heimilinu til að horfa á þessa mynd með mér.  Bætti við að hann skildi sko vera niðri í sínu herbergi og ekki trufla ástarmyndina.  Ég hélt mínu striki og tók myndina.  Fór á kassann til að borga og var beðin um kennitöluna mína.  Þegar afgreiðslumaðurinn sló inn kennitöluna mína sagði hann að hann yrði að fá að sjá skilríki hjá mér því ég hefði ekki leigt mynd síðan 1997.  Spáið þið í því hvað ég er eitthvað gömul, ég fer ekki einu sinni á vídeóleigur.  Það tók ekki betra við þegar ég var búin að borga, ég kvittaði jú nafnið mitt á debetfærsluna og ætlaði að fara út.  Afgreiðslumaðurinn kallaði á eftir mér og sagði að ég yrði að kvitta líka nafnið mitt á einhvern leigusamning.  Hann sá greinilega að ég var óvanur viðskiptavinur eftir þetta, allavega eyddi hann hellings tíma í að útskýra fyrir mér að ef ég vildi svo skila myndinni þegar ekki væri opið á leigunni gæti ég notað lúgu og sýndi mér hana vel.  Hann heldur örugglega að ég sé orðin svo gömul að ég verði vöknuð kl 6 í fyrramálið í panik yfir því að þurfa að skila mynd, hehe.

En allavega, við hjónin erum að fara að horfa á Holyday og fá okkur nóakropp....

holiday1

Góða helgi

Kolbrún


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Óska eftir krítikk á myndina. hef heyrt svo misjafnar sögur.

Jóna Á. Gísladóttir, 23.6.2007 kl. 00:23

2 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Bwahahahaa, ég vil sko heyra viðbrögð lillebro, bæði þegar hann sá hulstrið á myndinni og líka hvað honum fannst um verkið. Vonandi var amk kroppið gott.

Ingi Geir Hreinsson, 23.6.2007 kl. 09:56

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Husband of the year award er ekki til umræðu fyrr en þú sést tárast yfir rómantískri ræmu

Jóna Á. Gísladóttir, 23.6.2007 kl. 21:37

4 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Sæl Jóna, ég hafði mjög gaman af myndinni, góð afþreying:)

Kolbrún Jónsdóttir, 23.6.2007 kl. 21:39

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Takk Kolbrún. Kíki á hana næst þegar ég er í stuði fyrir rómantíska gamanmynd.

Jóna Á. Gísladóttir, 23.6.2007 kl. 23:03

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég hefði viljað vera fluga á vegg í Videoheimum....!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.6.2007 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 256
  • Frá upphafi: 311871

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband