Miðbæjarlíf

Ég ólst upp í miðbæ Reykjavíkur, hverfi 101.  Mér fannst það frábært og fannst það forréttindi sem unglingur að geta farið í miðbæinn að skemmta mér, þar voru allir.... foreldrar mínir voru reyndar ekki alltaf jafnhrifnir af því að ég væri að fara í bæinn og ég veit fyrir víst að þau fylgdust vel með mér í mínum bæjarferðum.... en það var samt ekkert hættulegt þannig að fara í bæinn.... við vorum bara hópur af unglingum í Austurstrætinu og á Hallærinsplaninu gamla..... það voru skemmtileg ár.

 Ég er búin að fylgjast með fréttum í dag og það var viðtal við lækni á bráðamóttöku þar sem hann var að lýsa ástandinu í miðbæ Reykjavíkur í dag.  Hann sagði að læknar á bráðamóttöku væru búnir að fá sig fullsadda af ástandinu og að læknarnir væru pungsveittir alla nóttina að sauma saman andlit.... já og jafnvel að græða eyru á fólk.  Á þriðja tug manna á hverri nóttu um helgar leitar aðstoðar á bráðamóttöku bara vegna áfloga í miðbæ Reykjavíkur.

Þetta var ekki svona þegar ég var ung... þá var fólk að skemmta sér en átökin á milli fólks voru ekki svona heiftarleg eins og þau eru í dag.  Í dag virðist fólk svífast einskis og ganga með hnífa á sér.

Ég mun ekki leyfa mínum unglingum að fara í miðbæinn á meðan ég ræð einhverju um það, það er á hreinu.... og ég skil núna í dag miklu betur afhverju pabbi og mamma höfðu áhyggjur af mér í denn.

Jæja, CSI kallar á mig á skjánum

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband