Danmörk - uppljóstrun

danmark

 

Það hefur oft verið sagt við mig í gegnum tíðina að það sé öllum mönnum hollt að prófa að búa annarsstaðar en á Íslandi, jafnvel þótt að Ísland sé best í heimi.  Að það sé hollt hverjum manni að kynnast nýrri menningu og nýjum lifnaðarháttum.  Undanfarin ár höfum við hjónin oft rætt þann möguleika að flytja erlendis og þá með það í huga að elsku maðurinn minn fari í frekara nám.  Hann hefur um margra ára skeið langað að læra þroskaþjálfann en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir vilja skólar á Íslandinu ekki bjóða honum skólavist.   Hann prófaði að sækja um námið í Danmörku og viti menn, hann komst inn í fyrstu tilraun.  Staðan er því þannig að við fjölskyldan erum að flytjast af landi brott og hefja nýtt líf í Danmörku í haust.  Við munum dvelja í litlum bæ á Jótlandi sem heitir Horsens en þar vitum við að búa margir Íslendingar í dag. 

Okkur hlakkar mikið til að breyta lífinu okkar á þennan hátt, teljum það þroskandi fyrir okkur sem einstaklinga og einnig fyrir strákana okkar þrjá.  Hvað ég fer að gera í Danmörku er enn alveg óljóst, kannski að ég verði bara í fullu starfi að taka á móti vinum og kunningjum í heimsókn, það væri ekki leiðinlegt.

Out

Kolbrún


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Til lukku með þetta. það er gott að búa í Danmörku segja þeir sem hafa prófað. Við hin heppin að bloggið þekkir engin landamæri

Jóna Á. Gísladóttir, 20.6.2007 kl. 22:41

2 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Audda mætum við fjölskyldan á laugardaginn

Hlakka til að hitta þig þá

Kolbrún Jónsdóttir, 21.6.2007 kl. 13:40

3 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Innilegar hamingjuóskir Kolla mín, hlakka til að kíkja í kaffi til þín og auðvitað verður þú velkomin til mín í Árósum. Kær kveðja Kidda.

Kristbjörg Þórisdóttir, 27.6.2007 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 108
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband