19.6.2007 | 22:23
Blóðsugurnar í rúminu mínu - eða hvað?
Fyrir nokkrum dögum tók ég fréttablaðið með mér niður i rúm, ég tek fréttablaðið oft með mér niður í rúm, hehe. En í þessu ákveðna fréttablaði var viðtal við meindýraeyði og var hann að segja frá starfi sínu og ýmsu sem hann hafði lent í varðandi starfið.
Geitungar auðvitað stór hluti af hans starfi á sumrin, ROTTUR í mörgum húsum í Reykjavík, oj bara segi ég nú bara.... en það sem ég staðnæmdist mest við voru blóðsugur í rúmum okkar Íslendinga. Þessi meindýraeyðir vildi meina það að það væru lítil kvikindi í rúmunum okkar sem nærðust á blóði okkar, MÍNU.... ég fékk hrylling við lesturinn og lá við að ég stykki úr rúminu. Ég hef ekki getað gleymt þessari grein úr fréttablaðinu síðan. Ég kæri mig bara ekkert um að sofa hjá blóðsugum....
Ég gúgglaði þessari blóðsugu upp á vísindavefnum: http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=2706
Efst á lista blóðsjúgandi sníkjudýra er veggjalúsin. Hún tekur sér gjarnan bólfestu í rúmum manna og nærist á blóði þeirra, einkum að næturlagi en veggjalúsin lætur lítið á sér kræla að degi til. Veggjalúsin barst hingað með norskum hvalföngurum um 1890 og dreifðist næstu áratugina til allra landshluta. Henni var endanlega útrýmt hér á landi fyrir nokkrum áratugum. Á seinni árum hefur þó orðið vart við einsök tilfelli af veggjalús. Afar brýnt er að ráða niðurlögum hennar áður en að hún nær að dreifa sér.
Smekkleg? Ég held að ég fari að skipta á rúminu mínu fyrir háttinn
Kolbrún out
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.