Heimsókn mín í fullorðins dótabúðina

Ég hélt að ég væri nú ekki mikil tepra, samt sem áður hef ég ekki gert það að venju að heimsækja dótabúðir borgarinnar.  Ég heimsótti þó eina slíka í síðustu viku, Adam og Evu.  Tilefnið var gæsapartýið fyrir hana vinkonu mína.  Ég fékk kunningjakonu mína með mér sem er öllu reyndari í svona verslunum en ég. 

Ég lagði bílnum mínum fyrir utan bakaríið hjá Jóa Fel.  Mikill fjöldi af krökkum var fyrir utan bakaríið og ég þóttist bara vera kúl á því og labbaði inn í dótabúðina sem er við hlið bakarísins.  Engir viðskiptavinir inn í búðinni en einn KALL að afgreiða þar og hann vildi veita okkur súperþjónustu og þurfti endilega og með mikilli ánægju að sína okkur hinar ýmsu gerðir af hjálpartækjum ástarlífsins.  Ég lét það koma skýrt fram í hvaða tilgangi ég var inn í þessari búð og varð KALLINN þá enn uppveðrari og kom með hinar ýmsu vörur til að sýna mér sem hin verðandi brúður yrði að eignast, reyndi að sannfæra mig um að ef ég keypti þetta og hitt fyrir hana þá yrði hún svo ánægð.  Mestu ítnina sýndi hann mér með sleipiefni sem hann vildi selja mér fyrir verðandi brúður og hann gekk svo langt að hann var búin að lækka efnið um þriðjung.  Ég lét þó ekki glepjast, hehe.   Á meðan að á þessu stóð voru krakkarnir úti að reyna að kíkja inn í búðina og flissuðu og reglulega sagði KALLINN þeim að hunskast í burtu. 

Ég var guðslifandi fegin þegar ég var búin að sinna erindum mínum inn í þessari búð og komst út, fékk þvílíkt glott og fliss frá krökkunum sem biðu úti, ég reikna ekki með að gera svona heimsókn aftur í bráð, allavega ekki fyrr en hmmmm kannski Særún vinkona mín giftir sig.  Hehe

adamogeva

Kolbrún greinileg tepra:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

Kolla mín, giftir þig allt of ung .... ekki málið að mæta í búðirnar, bara velja sér tímasetninguna

Rebbý, 19.6.2007 kl. 09:47

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hehe

Jóna Á. Gísladóttir, 19.6.2007 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 94
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband